Föstudagur, 3. nóvember 2017
Sigurđur Bismarck
Stjórnmál eru list hins mögulega, er haft eftir járnkanslaranum Bismarck. 4 flokka ríkisstjórn vinstriflokka plús Framsóknar er á landamćrum ómöguleika og fáránleika.
Ef verkefniđ á ađ lukkast verđa vinstriflokkarnir ađ éta heyfeng Framsóknar. Rökrétt er ađ stjórnarmyndun fari fram á sveitaheimili Sigurđar Inga ţar sem gefiđ verđur á garđann. Löggćsla er fyrsta máltíđin.
Í vinstriflokkunum eru öfl sem telja lögregluna fasisma holdi klćddan. Ef vinstrakokiđ er nógu vítt til ađ gleypa sterkari lögreglu, eftir ađ hafa gleypt nei viđ ESB og ţjóđaratkvćđagreiđslu, er aldrei ađ vita nema ríkisstjórnarbarn komi í brók.
Katrín Jakobsdóttir verđur kannski forsćtisráđherra. En barnsfađirinn er sveitarhöfđinginn.
Funda heima hjá Sigurđi Inga | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Er ekki allt í lagi..??
Helgi Rúnar Jónsson, 3.11.2017 kl. 11:05
Er ekki allt eins gott ađ gera tilbreitingu og líka einni af ţessum ríkisstjórnarmyndunum viđ tímgunarferli?
Helga Kristjánsdóttir, 3.11.2017 kl. 14:20
Ţú hefur ekki klárađ tilvitnuna, Páll. Haft er eftir Bismarck: "Stjórnmál eru list hins mögulega, list hins fáanlega - list ţess nćstbezta." Ţetta lýsir Bismarck's lítilsvirđingu fyrir stjórnmálamönnum. Sem Íslendingar hafa einnig gagnvart íslenzkum stjórnmálamönnum/-konum.
Ţetta gefur til kynna, ađ ađeins stjórnmálamenn sem geta gert hiđ ómögulega séu einhvers virđi. Hinir (ţ.m.t. Katrín Jakobsdóotir) séu einungis međalmenni.
Enda hafa engir stjórnmálamenn í lýđveldissögunni veriđ neins virđi síđan Bjarni Ben eldri og Ólafur Tórs vóru og hétu.
Aztec, 3.11.2017 kl. 20:31
Jú Davíđ Odsson.
Helga Kristjánsdóttir, 4.11.2017 kl. 04:50
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.