Þriðjudagur, 31. október 2017
Engin vinstristjórn, enda enginn vinstrisigur
Til að mynda vinstristjórn verða vinstriflokkarnir að vinna sigur í þingkosningum. Á laugardag bættu Vinstri grænir við sig einu prósenti, Samfylking hlaut sína næst lélegustu kosningu og Píratar töpuðu 4 þingmönnum. Heill vinstriflokkur þurrkaðist út af þing.
Úr tapi vinstriflokka er ekki hægt að smíða vinstristjórn. Það þýðir að ESB-málið er dautt, tilraunir með stjórnarskrána verða ekki samþykktar og skattpíning er afþökkuð.
Líklega þurfa vinstrimenn nokkra daga til að skilja niðurstöður kosninganna. Vinstrafólk er tilfinningaríkt og hugsar á mörkum hins röklega. Leyfum þeim að komast til meðvitundar.
Hafnar þjóðaratkvæði um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lilja Alfreðsdóttir er einn frambærilegasti stjórnmálamaður sem hefur komið fram um langan tíma...Það grillir í Íslenska vorið,svona löngu fyrir jól og alvöru umpólun!?
Helga Kristjánsdóttir, 1.11.2017 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.