Björt, Óttarr veðjuðu á reiðibylgju - sem hjaðnaði snöggt

Óttarr Proppé og Björt framtíð veðjuðu á að reiðibylgja í samfélaginu myndi skila þeim fylgi í kosningum. Þegar andstæðingar Sjálfstæðisflokksins bjuggu til hóp barnaníðinga úr móðurflokknum ákvað Björt framtíð að stökkva á öldutoppinn í von um fylgi.

Björt framtíð taldi að kosningarnar 2017 yrðu endurtekning á kosningunum 2016 þegar flokkurinn naut góðs af andstöðu við búvörusamninginn.

En barnaníð og búvara er ekki alveg sami hluturinn. Reiðibylgja á samfélagsmiðlum þarf málefni til að rísa og stækka. Skáldskapur, þótt haganlega saminn, er ekki nóg.

Þess vegna er Björt framtíð ekki á þingi og Óttarr ekki formaður.


mbl.is Óttarr hættir sem formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessi reiðibylgja þín hjaðnaði ekkert, hún var bara ekki stærri en þetta, þó hávær væri.

Ásgrímur Hartmannsson, 31.10.2017 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband