Þriðjudagur, 31. október 2017
Stjórnmál, tilfinningar og rök
Tilfinningaþrungið eintal Ingu Sæland um fátækt á Íslandi í beinni útsendingu RÚV daginn fyrir kjördag skilaði Flokki fólksins án ef atkvæðum. Hve mörgum veit enginn. Sigmundur Davíð gefur fólki hugboð um að hann kunni lausnir á flóknum vanda.
Stjórnmál eru aðeins að hluta rökhugsun. Fáir ná árangri á þeim vettvangi nema að kunna lesa sig inn á tilfinningalíf kjósenda. Á norrænu og þýsku er stundum talað um ,,Fingerspitzengefühl" þegar átt er við innsæi í þjóðarsálina.
Sumir, til dæmis Inga og Sigmundur Davíð, eru gædd náttúruhæfileikum á þessu sviði, sem margar röksálir öfunda þau af.
Kannanir misstu af Flokki fólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fingerspitzengefühl kom ábyggilega við sögu í forsetakosningunum í USA 1960, þar sem sigurvegarinn vann örugglega mikið fylgi út á framkomu sína og útgeislun.
Á sama hátt kom keppinauturinn ekki eins vel frá samanburðinum. Sjónvarpið hjálpaði öðrum, vann gegn hinum.
Hefðu menn einungis stuðst við útvarp í kappræðum, er hætti við að hinn hvelli, Nýja-Englands-hljómur JFK hefði staðist illa samanburð við ábúðarmikla og djúpraddaða framsögn Nixons.
Flosi Kristjánsson, 31.10.2017 kl. 11:30
Þetta var einmitt útsending RÚV þar sem Alþýðufylkingin fékk ekki að vera með, eingöngu af geðþótta miðilsins. Inga Sæland hefur sannað það fyrir honum að slík útsending skiptir máli!
Kolbrún Hilmars, 31.10.2017 kl. 11:48
Ekki gleyma BB.
Virkaði hjá honum líka á sínum tíma.
Sigurður Kristján Hjaltested, 31.10.2017 kl. 13:34
Ekki horfði ég á þennan umræðuþátt (ég hætti alveg að horfa á RÚV fyrir fjórum árum), samt kaus ég Flokk fólksins og hafði ákveðið að gera það um leið og efnt var til kosninga.
Það sem gerðist var að FF var með þetta 7-8% allan tímann, en kannanir sýndu annað því að urmull af kjósendum flokksins voru ekki spurðir álits. Það veit ég fyrir víst. Það sýnir hvað þeir sem standa að þessum könnunum eru óvandvirkir. Og gera ómarktækar kannanir, þar sem úrtakið svarar alls ekki til þýðisins vegna viðvaningslegra og/eða ófullnægjandi vinnubragða.Gæti verið tímapressa, en það er betra að birta engar kannanir frekar en alrangar.
Netkannanir einar sér eru óáreiðanlegar í þessu sambandi og þegar hringt er út gefur það rangar niðurstöður nema hægt sé að ná í allt úrtakið og að úrtakið hafi sama meðaltal og staðalfrávik og þýðið. Ef ekki, þá verður að nota aðrar aðferðir líka.
En að öðru leyti er ég ánægður með að FF hafi fengið góða kosningu. Ég hafði vonazt eftir fimmta manninum inn, en hann datt út aftur. Hvort þeir verði með í stjórn ásamt Miðflokknum veit enginn, en ég vona að Samfylkingin fái að vera í stjórnarandstöðu næstu fjögur árin.
- Pétur D.
Aztec, 2.11.2017 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.