Hægribylgja - fullveldið sigrar ESB-flokka

Niðurstaða kosninganna er að hægriflokkar bera sigur út býtum. Sjálfstæðisflokkur vinnur varnarsigur, Miðflokkurinn stórsigur og Framsóknarflokkurinn sigraði kannanir.

Vinstri grænir eru á sömu slóðum og síðustu kosningar og Samfylking fær fylgi Bjartrar framtíðar.

Á eftir Miðflokknum er Flokkur fólksins sigurvegari kosninganna.

ESB-flokkurinn á hægri vængnum, Viðreisn, tapar.

Íslendingar eru skynsöm þjóð, þótt stundum megi efast um það.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 23,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Vondi

Þetta getur kallast varnarsigur (enn sem komið er) en varla hægribylgja. Sjálfstæðisflokkurinn er nánast alltaf með lakari útkomu í skoðanakönnunum en í kosningum, svo það er ekki skrýtið að hann fái fleiri atkvæði á kjördag en útlit voru fyrir. Það er óneitanlega skellur að missa ekki bara 4% á landsvísu, heldur 4 þingmenn einnig (enn sem komið er).

Réttara væri að kalla þetta fullveldisbylgju - Viðreisn er jú brot úr Sjálfstæðisflokknum. Þingmenn D+C+M á nýju þingi miðað við þessar tölur eru 28, og þingmenn D+C voru 28 áður, svo "hægrið" stendur í stað - ef við leyfum okkur að flokka Miðflokkin þar - en fullveldissinnum fjölgar.

PS: Ég tel ekki Bjarta Framtíð vera "hægri", þó þeir hafi verið í stjórn. Þeir voru auka Samfylking, sem eru nú farin yfir í hina eiginlegu Samfylkingu. Hvorugur er fullveldisflokkur, svo það kemur út á eitt. En sameiningin þar styrkir krateríið, á meðan aðrir flokkar eru enn tvískiptir.

Egill Vondi, 29.10.2017 kl. 01:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér sat hægristjórn með 32 þingmenn. Hún tapaði 11 þingmönnum. Hvernig hægt er að kalla þetta "hægribylgju" er erfitt að skilja. 

Ómar Ragnarsson, 29.10.2017 kl. 02:35

3 Smámynd: Egill Vondi

Eftir xD missti sautjánda þingmannin til xB er þá ekki hægt að kalla það varnarsigur lengur fyrir hægriflokka almennt. Það má þó benda á tiltekna flokka sem sigurvegara - þeir eru Miðflokkurinn og Flokkur Fólksins sem komust inn á þing í fyrsta sinn, sem og Samfylking sem náði að éta systurflokkinn Bjarta Framtíð. Væntanlega hafa Jón Gnarar og nýr formaður átt sinn þátt í því. Þó held ég því enn fram að þetta er sigur fyrir fullveldissinna almennt, sérstaklega miðað við hvað skoðanakannanir sýndu.

Egill Vondi, 29.10.2017 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband