Föstudagur, 27. október 2017
Vinstrimenn skaða ímynd Íslands
Vinstrimenn stunda þann ógeðfellda málflutning að bera fram ósannindi um íslensk stjórnmál til erlendra blaðamanna. Píratinn Smári McCarty reið á vaðið með tísti á ensku um að stjórnmálastéttin hér væri á kafi í íslenskri útgáfu breska barnaníðingsins Jimmy Savile.
Erlendir blaðamenn kunna ekki íslensku og reiða sig á heimildamenn hér á landi. Vinstrimenn eru duglegir að baktala land og þjóð í þeirri von að geta flutt inn ósómann og kallað fréttir.
Stjórnmálabarátta af þessu tagi er fyrir neðan allar hellur.
Athugasemdir
Þessi lygamörður getur farið bara norður og niður.
Finnst engvum athugavert við það, að hann ljúgi
með sína menntunn..??
Sjálfsagt finnst pírötum það í lagi, svo framarlega að
það henti þeim.
Talandi um gengsæi.
Á ekki greinilega við pírata.
Sigurður Kristján Hjaltested, 28.10.2017 kl. 00:23
Ógeðfellt og til skammar. Kjósið ekki þessa persónu á þing.
Helga Kristjánsdóttir, 28.10.2017 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.