Sinnum og Albaníu-Ásdís

Í tilefni af frétt RÚV um að einkahjúkrunarfélagið Sinnum er með stöðu sakbornings í rannsókn á andláti átta ára stúlku árið 2014 er rétt að rifja upp tveggja ára gamla bloggfærslu.

Ásdís Halla Bragadóttir óskaði sér að íslenska heilbrigðiskerfið yrði líkara því albanska. Hún fékk vettvang hjá Samtökum atvinnulífsins fyrir þennan boðskap.

Albanía er það ríki í Evrópu og Asíu sem mismunar mest þegnum sínum m.t.t. heilbrigðisþjónustu. Ef Ásdís Halla fær einhverju ráðið verður íslenska heilbrigðiskerfinu breytt þannig að efnafólk fær læknisþjónustu, þeir efnaminni litla sem enga og einkafyrirtæki í heilbrigðisgeiranum græða samtímis á tá og fingri.

Ásdís Halla er skráð og númeruð í Sjálfstæðisflokkinn, var m.a. bæjarstjóri flokksins í Garðabæ. Ef Sjálfstæðisflokkurinn sér framtíð Íslands aðra en Albaníu ætti flokkurinn að halda sér í fjarlægð frá Ásdísi og albanska módelinu í heilbrigðisþjónustu.

Vinir segja til vamms.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband