Jón Gnarr gagnrýnir Óttarr: þig skortir leyndarhyggju

Jón Gnarr gagnrýnir formann Bjartar framtíðar, Óttar Proppé, fyrir skort á leyndarhyggju. Jón telur að Óttarr hafi upplýst fjölmiðla um peningakröfur Jóns til stjórnmálamálaflokka. Á Vísi segir

Jón veltir fyrir sér því hvernig fjölmiðlar hafi komist á snoðir um það að hann fengi greitt fyrir sína vinnu fyrir Samfylkinguna, nokkuð sem hann hafði aðeins sagt Óttari Proppé af, og Dr. Gunni hafi verið í forsvari hvað það mál varðar.

Jón réð sig til Samfylkingar sem pólitískt lukkudýr en fær titilinn ráðgjafi. Samfylkingin berst gegn leyndarhyggju í samfélaginu og er Jón ábyggilega liðtækur ráðgjafi um leyndarhyggju - eða skort á henni.


mbl.is Jón Gnarr hjólar í Bjarta framtíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband