Mánudagur, 2. október 2017
RÚV skáldskapur frá Sjanghæ til Panama
RÚV endurvinnur frétt Kjarnans, sem aftur er endurvinnsla úrskurðar yfirskattanefndar nr. 146/2017, um að Anna Sigurlaug eiginkona Sigmundar Davíðs ofgreiddi skatta.
RÚV ber ábyrgð á alræmdustu pólitískum ofsóknum á Íslandi í seinni tíð. Svokölluð Panamaskjöl voru grundvöllurinn að þessum ofsóknum. Hvers vegna vitnaði RÚV ekki í Panamaskjölin í stað þess að endurvinna frétt Kjarnans?
Jú, svarið er einfalt. Panamaskjölin eru ekki til sem heimild. RÚV er einfaldlega ekki með nein gögn í höndunum.
Í öllum blaðamannaskólum er kennd sú meginregla að engin frétt er betri en heimildin fyrir henni. Sem sagt: engin heimild þá engin frétt. Allir blaðamenn með sjálfsvirðingu viðurkenna þessa reglu. En ekki ritstjórnin á Efstaleiti.
Fréttastofa RÚV skáldar upp úr slúðri fréttir, eins og í tilfelli Önnu Sigurlaugar, eins og í tilfelli meints mansals á Sjanghæ.
RÚV lætur meginreglur blaða- og fréttamennsku lönd og leið en hagar sér eins og öskrandi samfélagsmiðill.
Og liðið á Efstaleiti er á framfæri ríkissjóðs. Var einhver að tala um bananalýðveldi?
Athugasemdir
Þarf einhver Panamaskjöl; nægir ekki skattskýrsla þeirra hjóna til sönnunar fyrir því að þau áttu þarna 1 milljarð tengt Wintris í eignum á Tortóla.
"Á skattframtölum Önnu hefðu eignir skráðar á Wintris verið taldar fram sem eignir hennar og eignir félagsins því taldar fram sem fjármagnstekjur".:
http://www.mbl.is/frettir/kosning/2017/10/02/ofgreiddi_skatta_vegna_wintris/
------------------------------------------------------------------------------
=Það er þá væntanlega ekki skáldskapur að þau eða frúin áttu þarna eignir.
og eflaust er það óheppilegt þó að það hafi ekki verið ólöglegt.
--------------------------------------------------------------------
Skattlagning þessara eigna er svo annað mál sem að ætla ekki að fara nánar út í hér.
Jón Þórhallsson, 2.10.2017 kl. 17:01
En þegar sænski sjónvarpsmaðurinn spurði forsætisráðherran spurningarinnar frægu, 'Mr. Prime Minister, what can you tell me about a company called Wintris?'
hvaðan hafði hann upplýsingarnar um að félagið WINTRIS væri til? Hvernig gat sjónvarpsmaðurinn haft undir höndum upplýsingar úr skjölum sem eru EKKI TIL??
Skeggi Skaftason, 2.10.2017 kl. 17:03
RÚV viðurkennir að hafa ekki nein Panamaskjöl. Núna síðast í ágúst, þegar Kári Arnór Árnason bað um þau, sbr.
http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2200249/
Páll Vilhjálmsson, 2.10.2017 kl. 18:22
Sjölin sem ruv vitnaði til mátti sjá í þættinum þar sem fjallað var um þau. En ruv fékk ekki að halda þeim. Enda hefur Sigmundur staðferst tilvist þeirra.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.10.2017 kl. 19:42
Ekki minnst á ofgreidda skatta á RUV. Bara sagt að skattar hafi verið leiðrettir. Slæða dregin yfir til að láta rúffið líta betur út.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2017 kl. 19:52
Heimildin fyrir fréttinni hlýtur að hafa verið skotheld úr því að það er viðurkennt af öllum að Wintris var til.
Tökum dæmi: Þúsundir í Reykjavík sjá "stjörnuhrap", loftstein falla til jarðar úti yfir Faxaflóa. Ef RUV segir frá því er það hins vegar "falsfrétt" af því að það er ekki hægt að koma með loftsteininn til þeirra sem heimta að sjá og snerta hann til að trúa því að hann hafi fallið.
Endurteknir vitnisburðir og gögn, meðal annars framburðir tveggja forsætisráðherra, SDG og Davic Cameron, hafa staðfest tilvist þess sem Panamaskjölin segja frá.
Ómar Ragnarsson, 3.10.2017 kl. 01:15
Ég held að Ómar hafi sagt allt sem þarf að segja um þessa hlið málsins.
Wilhelm Emilsson, 3.10.2017 kl. 02:27
Panamaskjölin? Reikningur Önnu var stofnaður í London,enda var hún búsett þar og átti viðskipti við L.Í.
Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2017 kl. 13:50
Helga Kristjóansdóttir - nei Sigmundur og Anna Sigurlaug voru reyndar búsett í Kupmannahöfn á þessum tíma þegar stofnuðu til þessara viðskipta.
Skeggi Skaftason, 3.10.2017 kl. 14:20
Takk Skeggi minn biðst afsökunar;þannig týnist tíminn
Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2017 kl. 15:51
Stutt skýring á langri lesningu er að fyrirfram greiðsla arfs Önnu hefði verið samþykkt um 2007. Hún var þá búsett í Bretlandi og óskaði aðstoðar banka síns um að skipuleggja vörslu og rekstrarumhverfi fyrir þesskonar sjóði. Hann reyndist vera L.Í. í Luxemburg.M.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2017 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.