ESB: kylfur og táragas gegn lýðræði er gott mál

Spænska ríkisvaldið beitti lögreglukylfum og táragasi gegn friðsömum íbúum Katalóníu sem vildu kjósa um sjálfstæðis. Evrópusambandið kvittar upp á stefnu stjórnarinnar í Madríd og þvær hendur sínar.

Atburðirnir í Katalóníu sýna að lýðræði hefur enga merkingu í höfuðstöðvum Evrópusambandsins. Þegar skerst í odda með þjóðarvilja og óbilgjörnu ríkisvaldi finnst Brussel-valdinu allt í sóma að ríkisvaldið beiti kúgunartækjum á almenning.

En þegar stjórnvöld einstakra ríkja eru mótdræg Evrópusambandinu, t.d. ríkisstjórnir Póllands og Ungverjalands, stökkva embættismenn ESB fram á sviðið og þykjast verja lýðræðið fyrir þjóðkjörnu ríkisvaldi. En kylfur og táragas gegn lýðræðinu í Katalóníu er gott mál að mati Brussel. 


mbl.is Munu lýsa yfir sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hættulegt bull, sem þú ættir að hugsa aðeins betur.

Segjum að Kaupi Ísland og reki Íslendinga heim til Noregs.  Hvorn fótinn ætlar þú að stíga í?

1. Fara að dæminu um Ísrael, þar sem "þykistu" Gyðingar kaupa landsvæði Palestínu manna og reka þá út.

2. Fara að dæminu um Kosovo, þar sem innfluttir vinnumenn.

Nú skaltu hugsa þig vandlega um, því að "hvorugt" hér að ofan ... mun hagnast Íslandi eða Íslendingum.  Í báðum tilfellum yrðuð þið að taka upp föggur ykkar, og koma ykkur heim ... til Noregs. Þ.e.a.s. ef Noregur vildi eitthvað með ykkur hafa.

Áður en þið skítin, sem flæðir um veröldina ... eigið þið að hugsa málið svolítið betur og lengra en slefið nær. Eða var það nefið.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.10.2017 kl. 12:31

2 identicon

Lauk þessu ekki ... svo ég fylli í hér.

2. Þar sem innfluttir vinnumenn frá Albaníu, reka heimamenn út.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.10.2017 kl. 12:32

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

ESB for­dæm­ir of­beldi í Katalón­íu

„Of­beldi má aldrei beita í stjórn­mál­um,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Marga­rit­is Schinas, tals­manni fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins. Stjórn­in hef­ur for­dæmt allt of­beldi sem beitt hef­ur verið í kjöl­far átaka sem brut­ust úr þegar Katalón­ar kusu um sjálf­stæði héraðsins í gær.

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/10/02/esb_fordaemir_ofbeldi_i_kataloniu/

Skeggi Skaftason, 2.10.2017 kl. 12:54

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rétt, ofbeldi þarf ekki að beita.  Bendi á kosningar Skota um sjálfstæði í desember 2014.  Ekkert ofbeldi, ekkert vesen, og sjálfstæðissinnar töpuðu. Hvað hræðist stjórnin í Madríd - etv Baskana?

Kolbrún Hilmars, 2.10.2017 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband