Þriðjudagur, 12. september 2017
Kratar tapa Evrópu
Norski Verkamannaflokkurinn tapaði í Noregi. Franski Sósíalistaflokkurinn þurrkaðist nærri út í Frakklandi. Sósíaldemókratar standa frammi sögulegu fyrir tapi í Þýskalandi eftir tólf daga. Í Bretlandi er Verkamannaflokkurinn óhæfur til ríkisstjórnarþátttöku.
Þarf nokkuð að ræða Samfylkinguna á Íslandi? Hún er orðin að jaðarsporti útifunda og undirskriftarlista.
Tímaritið Foreign Policy segir þýsku kosningarnar kristilegt borgarastríð. Í því stríði eru kratar þegar búnir að tapa. Spurningin er aðeins hvort það verði hófsamir hægrimenn sem standa uppi sem sigurvegarar eða róttækir þjóðernissinnar.
Kratar og frjálslyndir vinstriflokkar eru samnefnari fyrir það fór úrskeiðis síðustu áratugi. Alþjóðahyggja í formi óhefts flæðis fjármagns og fólksflutninga leiðir til verri lífskjara almennings: meiri ójöfnuður og fjölgun glæpa.
Kratar eiga ekkert svar við áskorunum sem vestræn samfélög standa frammi fyrir. Þess vegna tapa þeir.
Kjósendur eiga lokaorðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er það ekki svolítið kratískt að sýta ójöfnuð? Ég segi bara svona.
Wilhelm Emilsson, 12.9.2017 kl. 07:25
Ætli allir þessir vinstri flokkar eigi það ekki sameiginlegt að tralla með gaypride-trúðum sem að er ákveðin hnignun á mannlegu samfélagi.
Varla viljum við að gaypride-gangan fái að stækka út í óendanlega er það?
Jón Þórhallsson, 12.9.2017 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.