Mánudagur, 11. september 2017
Eyjan, Pressan, DV: vinstriútgáfa eða borgaraleg?
Þeir fjölmiðlar Frjálsrar fjölmiðlunar sem helst taka þátt í skoðanaumræðu eru Eyjan, Pressan og DV. Í þessum miðlum er vinstrislagsíða áberandi, bæði í efnistökum og vali á endurbirtu efni.
Borgaraleg sjónarmið eiga undir högg að sækja í flestum fjölmiðlum. Nýverið benti Björn Bjarnason að sjálf háborgin væri ótraust.
Nú er að sjá hvort nýir eigendur Frjálsrar fjölmiðlunar ætla að klappa sama steininn og fóðra vinstriumræðuna.
![]() |
Karl stýrir Frjálsri fjölmiðlun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það mætti jafnvel flokka vinstrið í 3 flokka:
1.Þeir sem vilja aukinn jöfnuð almennt séð í samfélaginu en eru á móti hjónaböndum samkynhneigðra og ESB, eins og KRISTILEGI MIÐJUFLOKKURINN.
2.þeir sem vilja aukinn jöfnuð, eru andvígir ESB en tralla með gaypride-trúðunum eins og VG.
3.Þeir sem vilja aukinn jöfnuð, vilja sækja að ESB og tralla með gaypride-sjónarmiðum.
Jón Þórhallsson, 11.9.2017 kl. 17:58
Þegar "borgaraleg sjónarmið" eru nefnd þá er venjulega átt við einhverja hægri öfga ríkisbubba, í stað þess að vísa til hins þögla meirihluta - sem oftast er bara mátulega pólitískur - en vissulega borgaralegur.
Kolbrún Hilmars, 11.9.2017 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.