Eyjan, Pressan, DV: vinstriútgáfa eða borgaraleg?

Þeir fjölmiðlar Frjálsrar fjölmiðlunar sem helst taka þátt í skoðanaumræðu eru Eyjan, Pressan og DV. Í þessum miðlum er vinstrislagsíða áberandi, bæði í efnistökum og vali á endurbirtu efni.

Borgaraleg sjónarmið eiga undir högg að sækja í flestum fjölmiðlum. Nýverið benti Björn Bjarnason að sjálf háborgin væri ótraust.

Nú er að sjá hvort nýir eigendur Frjálsrar fjölmiðlunar ætla að klappa sama steininn og fóðra vinstriumræðuna.


mbl.is Karl stýrir Frjálsri fjölmiðlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það mætti jafnvel flokka vinstrið í 3 flokka:

1.Þeir sem vilja aukinn jöfnuð almennt séð í samfélaginu en eru á móti hjónaböndum samkynhneigðra  og ESB, eins og KRISTILEGI MIÐJUFLOKKURINN.

2.þeir sem vilja aukinn jöfnuð, eru andvígir ESB en tralla með gaypride-trúðunum eins og VG.

3.Þeir sem vilja aukinn jöfnuð, vilja sækja að ESB og tralla með gaypride-sjónarmiðum.

Jón Þórhallsson, 11.9.2017 kl. 17:58

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þegar "borgaraleg sjónarmið" eru nefnd þá er venjulega átt við einhverja hægri öfga ríkisbubba, í stað þess að vísa til hins þögla meirihluta - sem oftast er bara mátulega pólitískur - en vissulega borgaralegur.

Kolbrún Hilmars, 11.9.2017 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband