Miðvikudagur, 6. september 2017
Fíflin, sagan og kletturinn í hafinu
Ábyggilega taka margir undir með þeim þýska Ali Aslan að Merkel kanslari sé traustur ráðsmaður á vitleysingjahæli alþjóðastjórnmála.
En hugsunin að baki, að viðrini á æðstu stöðum geri heiminn nær óbyggilegan, er kolröng. Salman Rushdie rithöfundur og menningarrýnir segir að kjör Trump í forsetaembætti sé ekki dæmi um að einstaklingur villi og trylli heila þjóð. Trump er afleiðing en ekki orsök.
Trump bjó ekki til aðstæðurnar sem gerðu hann að forseta. Ekki frekar en samlandi Merkel á síðustu öld, dátinn með frímerkjaskeggið, skóp kjörlendi fyrir nasisma. Hitler svaraði eftirspurn.
Einstaklingar breyta ekki gangi sögunnar. Í mesta lagi geta þeir hnikað rás atburða, ekki samið nýjan söguþráð. Stalín hefði ekki endilega orðið hæstráðandi í Sovétríkjunum, ef Lenín hefði tórt ögn lengur. En kommúnisminn myndi hafa þróast á líka vegu og raun varð á með eða án Stalín.
Að því sögðu er ósköp huggulegt að trúa á getu stórmenna að beygja sögulega þróun undir sinn vilja. Einkum rétt fyrir kosningar. Það eykur þátttöku, líkt og jólasveinninn í aðventuboðin.
Merkel klettur í hafsjó vitleysinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú orðið sjást fleiri sagnfræðingar en fyrr hallast að því að Lenin hefði valið Stalín, hvenær sem þörf yrði á eftirmanni. Aðalástæðan er sú að Lenin hafi verið jafn grimmur og Stalín.
Og það mætti bæta því við að úr því að svo var, hafi aðstæðurnar gert völd þessara tveggja manna óhjákvæmileg.
Ómar Ragnarsson, 6.9.2017 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.