Þriðjudagur, 5. september 2017
Múslími neitar að heilsa norskum ráðherra
Talsmaður múslíma í Noregi neitaði að taka í hönd ráðherra innflytjendamála, Sylvi Listhaug, þegar þau mættu í umræðu í sjónvarpsveri VG.
Talsmaðurinn, Fahad Qureshi, rétti Listhaug blóm í stað þess að heilsa henni með handabandi. Hann sagði fyrst að af trúarástæðum gæti hann ekki heilsað konu með því að taka í hönd hennar. Örstuttu síðar sagði Fahad ástæðuna vera að hann væri kúgaður af eiginkonu sinni, mætti hennar vegna ekki snerta aðra konu.
Fahad veit sem er að í nafni fjölmenningar er hægt að telja fólki trú um hvað sem er, jafnvel að í múslímskri trúarmenningu kúgi konur karla.
Í umræðunni gat Fahad ekki fengið sig til að fordæma þann boðskap múslíma að homma eigi að taka af lífi með grjótkasti.
Frjálslyndir menn, norskir múslímar.
Fyrir hvað standa norsku flokkarnir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.