Mánudagur, 4. september 2017
Árás sem forvörn: Kim spilar upp í hendurnar á Trump
Yfirvofandi stríđ viđ Norđur-Kóreu ţjónar hagsmunum Trump Bandaríkjaforseta ágćtlega. Forsetinn fćr á sig kastljós sem leiđtogi lýđrćđisríkja gegn hráu valdaskaki kommúnista.
Haldi Kim Jong-un leiđtogi Norđur-Kóreu áfram ađ hrella nágranna sína međ eldflaugaskotum og tilraunum međ kjarnorkusprengjur kemur ađ ţví ađ árás á Norđur-Kóreu verđi nauđsynleg forvörn.
Norđur-Kórea getur ekki hótađ slíkri árás enda vitađ fyrirfram ađ landiđ tapar stríđinu, hefjist ţađ á annađ borđ.
Bandaríkin og nágrannar Norđur-Kóreu hafa lengi búiđ viđ Kim Jong-un og félaga og geta eflaust lengi enn ţreytt ţorra og góu. Óvíst er međ úthald Norđur-Kóreu ţegar harkalegri viđskiptaţvinganir taka ađ bíta.
Komi til stríđs á Kóreuskaga ţurfa Bandaríkin ekki ađ hafa áhyggjur af langvinnum átökum í eftirleiknum. Auk Bandaríkjanna og Norđur-Kóreu eru ţrír ađilar sem eiga beinan hlut ađ átökunum, allt nágrannar: Rússland, Kína og Suđur-Kórea.
Ef og ţegar ţolinmćđina ţrýtur verđa nánast tilbúnir samningar um hvađ eigi ađ gera viđ hrćiđ af kommúnistaríkinu.
En, vel ađ merkja, stríđ á Kóreuskaga myndi kosta ógrynni mannslífa. Vonandi vinnur ţolinmćđin ţrautir allar, Kim haldi aftur af sér og ađ gikkfingur Trump sé ekki snöggur.
Fáir góđir möguleikar í stöđunni | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Allt kastljós heimsins á ađ beinast ađ framkv.stj.SAMEINUĐUŢJÓĐANNA.
Ţađ er hann sem ađ ţiggur full laun fyrir ađ vera í hlutverki "bangsa-pabbans í Hálsaskóginum".
Ţađ er hans hlutverk ađ höggva á allskyns óvissuhnúta ţessu tengdu og
hugsa allt í lausnum.
Jón Ţórhallsson, 4.9.2017 kl. 10:47
Ţađ er ţetta međ mannslífin. Ţau eru ekki hátt metin í Norđur Kóreu.
Sagt er ađ Kínverjar hafi kvartađ viđ Sovétmenn í Kóreustríđinu yfir litlum stuđnigi. Ţá svarađi Stalín Mao, ađ sagt er, međ ţeim rökum ađ Sovétríkin hefđu allt of miklu ađ tapa á beinum afskiptum; Kínverjar hin vegar engu - nema mannslífum.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 4.9.2017 kl. 14:28
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.