Mánudagur, 28. ágúst 2017
Biblían og kóraninn - Gutenberg og Zuckerberg
Frétt í Telegraph minnir á að frá elstu tíð ræddu kristnir ólíka túlkun biblíunnar. Guðspjöllin voru ekki tekin bókstaflega heldur leitað að merkingu líkingamálsins sem greinir frá lífi og boðskap Jesú Krists.
Á miðöldum reyndi kaþólska kirkjan að þrengja túlkun guðspjallanna. Mótmælendur á nýöld blésu lífi í ólíka túlkun biblíunnar, þýddu biblíuna á þjóðtungur og gáfu út með prenttækni Gutenberg. Túlkunarhefðin er ráðandi í vestrænni menningu æ síðan.
Múslímar búa að annarri hefð. Kóraninn, helgirit hliðstætt biblíunni, er samkvæmt hefð þeirra ómengað orð guðs eins og hann lagði það í munn spámannsins.
Hamed Abdel-Samad lærði kóraninn utanbókar sem barn. Hann er sonur múslímaklerks. Abdel-Samad gerðist fráhverfur ráðandi skilningi á kóraninum en lítur engu að síður á sig sem múslíma.
Greining Abdel-Samad er að þótt múslímaheimurinn missti af byltingu Gutenberg mun bylting samfélagsmiðla, sem má kenna við Zuckerberg stofnanda Facebook, knýja múslíma til að horfast í augu við þá staðreynd að endurtúlka þurfi kóraninn til að trúarmenning þeirra eigi sér framtíð. Að öðrum kosti séu múslímar dæmdir í andlega fátækt sem á meira skylt við myrkar miðaldir en nútíma.
Múslímar eiga sem sagt nokkurt verk fyrir höndum. Þeir misstu af Gutenberg en sitja uppi með Zuckerberg - og kóraninn sem óskeikula heimild um hvernig þeir skuli haga lífi sínu á jörðu til að undirbúa sig fyrir eilífðina.
Athugasemdir
Það þarf ekkert að eyða, tíma, orku og pening í að endurtúlka kóraninnn;
við eigum bara að gera allar slíkar bækur upptækar, eyðileggja þær og gefa engum múslimum ríkisborgararétt hér á landi nema að þeir kyssi´á tærnar á biskupi íslands inn í Hallgrímskirkjunni opinberlega.
Jón Þórhallsson, 28.8.2017 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.