Fimmtudagur, 10. ágúst 2017
Viðreisn: bændur í stað krónu óvinur nr. 1
Viðreisn, sem mælist utan þings í könnunum, reyndi að gera krónuna að þjóðaróvini og búa til pólitík með því að grafa undan gjaldmiðlinum. Það gekk ekki. Nýjasti óvinur Viðreisnar er bændur og landbúnaður.
Benedikt formaður hallmælir bændum og félagsmálaráðherra úr röðum Viðreisnar tekur í sama streng. Helsti málssvari landsbyggðarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, grípur til varna.
Eins og í krónuumræðunni fetar Viðreisn slóð Samfylkingar, sem einnig hafði bændur að skotspæni. Gráglettni örlaganna hagar því svo til að Samfylkingin er ónýtur flokkur - en með þrjá landsbyggðarþingmenn.
Vill endurskoða búvörusamninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Endemis þvæla er þetta.
Mér sýnist bændur og bændasamtök hafa komið sér þangað sem þau eru án nokkurrar hjálpar nema þá kerfisflokkana sem bjuggu til þetta dauðakerfi sem er allt að drepa.
Jón Ingi Cæsarsson, 10.8.2017 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.