Demókratar elta Trump

Donald Trump var kjörinn forseti út á atkvæði millistéttarfólks sem óttast um atvinnu sína annars vegar og hins vegar íhaldsmanna sem stendur ógn af frjálslyndri alþjóðahyggju (innflytjendum, fjölmenningu, réttindum minnihlutahópa).

Demókratar lærðu sína lexíu, segir í grein í New Republic. Demókratar færa sig nær stefnu Trump í efnahagsmálum og sópa undir teppið innflytjendum, samkynhneigðum, málefnum þeldökkra og frjálsum fóstureyðingum.

New Republic er málgagn þeirra sem vilja allt til vinna að Trump verði aðeins forseti í fjögur ár. Þótt það feli í sér að taka upp helstu stefnumál hans.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband