Alræði og andóf, hetjubolir og jólasveinahúfur

Alræðisstjórnir þola ekki andóf enda grefur það undan alræðinu. Andófið er bælt en leitar sér farvegs í táknum, eins hetjubolum í Tyrklandi.

Hernámi Þjóðverja í Noregi á dögum seinna stríðs var andæft með því að klæðast rauðum jólasveinahúfum, jafnvel á sumardögum og gerðu það bæði fullorðnir og börn.

Þýska herstjórnin og leppar þeirra bönnuðu jólasveinahúfur. Ef börn undir 14 ára voru gripin með rauða húfu hlutu foreldrarnir refsingu.

Hugmyndaauðgi andófsins er alltaf skrefi á undan alræðinu.


mbl.is Handteknir fyrir hetjuboli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband