Fimmtudagur, 20. júlí 2017
Benedikt - umræðan: 0 - 2
Benedikt fjármálaráðherra er tvö núll undir í sumarumræðunni. Í vor datt honum í hug að afnema tíúþúsundkallinn og í framhald mynt og seðla en leyfa aðeins rafpeninga. Tillagan reyndist sjálfsmark, Benedikt - umræðan: 0 - 1.
Í morgun tilkynnti fjármálaráðherra að hann væri á móti krónunni um leið og hann talaði um sjálfan sig í þriðju persónu eintölu. Fáir taka undir; Björn Bjarnason segir útspil Benedikts reist á sandi. Aftur sjálfsmark, Benedikt - umræðan, 0 - 2.
Ef Benedikt spilar áfram á þessu tempói má gera ráð fyrir þriðja sjálfsmarkinu áður en þing hefst í haust. Krónan verður áfram gjaldmiðillinn okkar en formannsstóll Benedikts í Viðreisn er valtur. Ráðherra sem talar um sjálfan sig í þriðju persónu er líklega að tékka út.
Athugasemdir
Hann á afleitan leik og er klobbaður hvað eftir annað,tapaður leikur mr.Be(a)n.
Helga Kristjánsdóttir, 21.7.2017 kl. 06:17
Í alvöru liðum er slökum leikmönnum skipt útaf, en ekki í þessu líði. Passar vel í hópinn.
Jón Ingi Cæsarsson, 21.7.2017 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.