Miðvikudagur, 19. júlí 2017
Þroskað viðhorf knattspyrnukonu
Tap, hvort heldur í lífi eða leik, reynir á andlegt þrek og sálarstyrk. Ósanngjörnu tapi kvennalandsliðsins gegn Frökkum var tekið með karlmennsku, bæði af þjálfara og knattspyrnukonum.
Varnarmaðurinn sem fékk dæmt á sig vítið, er réði úrslitum, Elín Metta Jensen, tjáir viðhorf sem margur mætti læra af:
Auðvitað tók ég þetta nærri mér en ég er með góða liðsfélaga í kringum mig sem standa við bakið á mér. Auðvitað töpum við sem lið og vinnum sem lið.
Áfram Ísland.
Athugasemdir
"Einn fyrir alla og allir fyrir einn" já vel gerð og vel uppalin Elín Metta Jenssen. Úrslitin koma ekki til með að íþyngja þeim í næsta leik,slíkur er viljinn færnin og metnaðurinn fyrir Íslands hönd.
Helga Kristjánsdóttir, 20.7.2017 kl. 00:58
Ósanngjörnu tapi kvennalandsliðsins gegn Frökkum var tekið með kvenmennsku.
Jósef Smári Ásmundsson, 20.7.2017 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.