Laugardagur, 15. júlí 2017
Alþjóðavæðing, Brexit og Trump
Til skamms tíma var alþjóðahyggja ráðandi hugmyndafræði. Frjáls viðskipti, frjálsir flutningar vöru, þjónustu og ekki síst fólks voru hluti hugmyndafræðinnar. Bakslag er komið í alþjóðahyggjuna, núna síðast þegar ,,velkomin til helvítis"-mótmælin riðu húsum í Hamborg á leiðtogafundi G-20 ríkjanna.
Alþjóðahyggjan átti, samkvæmt kenningunni, að bæta lífskjör almennings, bæði á vesturlöndum og í fátækari heimshlutum. Um aldamótin síðustu var orðið ljóst að kenningin virkaði ekki. Stórir hópar millistéttarfólks á vesturlöndum fékk ekki bætt lífskjör - þótt smjör drypi af hverju strái í alþjóðavæddum heimi þeirra efnameiri.
Hagfræðingar, sem voru helstu hugmyndafræðingar alþjóðahyggjunnar, eru óðum að endurskoða fyrri sannfæringu sín, eins og Nikil Savar gerir ítarlega grein fyrir í Guardian.
Vestræn samfélög, Bretland með Brexit og Bandaríkin með kjöri Trump, snerust í vaxandi mæli gegn alþjóðahyggju.
Vaxandi straumur innflytjenda frá Norður-Afríku og miðausturlöndum var kornið sem fyllti mælinn í andstöðu margra við alþjóðavæðinguna. Ekki aðeins sáu stórir hópar vesturlandabúa fram á versnandi lífskjör vegna þess að störf þeirra voru flutt til fátækari ríkja heims heldur komu innflytjendur (flóttamenn/hælisleitendur) og þrengdu frekar að lífskjörunum.
Vesturlandabúar vilja vernda sín samfélög. Ef samfélagið umbyltist á skömmum tíma, t.d. vegna aukinnar efnahagslegrar misskiptingar og innflutningi fólks með framandi menningu, kallar umbyltingin á andsvar.
Drögin að andsvarinu er þegar komin fram: Brexit og sigur Trump.
Verndarstefnan drepur hagvöxt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er svo sem ekkert að "alþjóðahyggju"
málið snýst um að greina kjarnann frá hisminu í þeim málum.
Jón Þórhallsson, 15.7.2017 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.