Vaðall lygi verri

Sá sem lýgur stendur andspænis sannleikanum en kýs að fara með ósannindi. Kjaftavaðall, sem á ensku er kallaður ,,bullshit", gerir engan greinarmun á sannleika og lygi. Vaðall er seigfljótandi grautur þar sem má finna bæði sannleikskorn og helbera lygi.

Lygarinn stendur í þeim skilningi nærri sannleikanum að hann þekkir hann - annars gæti hann ekki meðvitað farið með lygi. Kjaftaskurinn, á hinn bóginn, lætur sér í léttu rúmi liggja sannindi og ósannindi - vaðallinn er hans ær og kýr. Lygarinn viðurkennir sannleikann, en hafnar honum, á meðan kjaftaskurinn notar sannindi og ósannindi jöfnum höndum.

Á þessa leið greindi Harry G. Frankfurt kjaftavaðal, ,,bullshit", fyrir rúmum áratug. Og sagði vaðalinn lyginni verri.

Samfélags- og netmiðlar standa fyrir veldisvexti vaðals á síðustu árum. Falsfréttir nærast á vaðli. Vaðall er eitt aðaleinkenni stjórnmálaumræðunnar.

Hvað er til ráða? Fyrsta skrefið er að átta sig á einkennum vaðals. Samkvæmt Frankfurt er það sjálfsupphafning. Kjaftaskar nota vaðal til að upphefja sjálfa sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Vaðall er ágætis þýðing á bullshit. Bull, kjaftæði og kjaftavaðall virka líka. Kjaftæði--kjaaaftæði--finnst mér persónulega komast næst merkingu orðsins bullshitsmile 

Wilhelm Emilsson, 15.7.2017 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband