Einkalíf, ofbeldi og fjölmiðlaréttarhöld

Nafngreindur maður er sakaður í fjölmiðli um ofbeldi gegn fyrrum sambýliskonu, sem kemur fram undir nafni. Á samfélagsmiðlum tekur almenningur þátt í opnu fjölmiðlaréttarhöldum, sumir koma manninum til varnar á meðan aðrir telja hann sekan.

Almennt gildir að sambúð/hjónaband er einkamál þeirra sem í hlut eiga. Ef annar aðilinn ákveður að gera sambúðina að opinberu mál, t.d. með færslu á samfélagsmiðlum, hefur hann fullan rétt á því sem einstaklingur.

Það er á hinn bóginn varasöm þróun að fjölmiðlar taki að sér hlutverk réttarríkisins og efni til opinberra réttarhalda. Sérstaklega gildir þetta um einkamál þar sem almannahagsmunir eru ekki í húfi heldur deilur einstaklinga.

Við viljum halda einkalífi okkar í friði. Ef lögbrot er framið í hjónalífi eru formlegar leiðir til að kæra, rannsaka og eftir atvikum dæma lögbrjótinn. Réttarríkið setur reglur um hvernig með slík mál skuli farið.

Fjölmiðlar hafa ekki úrræði réttarkerfisins að rannsaka mál, kalla í skýrslutöku og leggja yfirvegaða mat á málsatvik. Fjölmiðlaréttarhöld um einkalíf fólks geta eðli málsins samkvæmt ekki orðið annað en upphrópanir.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er ofar mínum skilningi hvernig fólk getur tekið afstöðu í málum hjóna sem það þekkir ekki. Jafnvel þó maður þekki fólkið hefur maður ekki hugmynd um hvernig einkalífi þess er háttað. Einstaka sinnum fær maður innsýn í samskipti fólks ef maður hlustar á samskipti en það er ekki nóg til að taka afstöðu.

Ragnhildur Kolka, 26.6.2017 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband