Skúli sendir Icelandair pillu

Meðal flugfólks er talað um að Wow air ráði flugmenn með færri flugtíma að baki en Icelandair, sem geri meiri kröfur um reynslu. Jafnframt er vitað að áhafnarkaup er hærra hjá þjóðarflugfélaginu.

Það kemur spánskt fyrir sjónir að Skúli Mogensen forstjóri Wow ætli að ráða flugfólk Icelandair ,,svo framarlega sem það standist hæfniskröfur okkar".

Fyrirvarinn, sem Skúli setur, gefur til kynna að kröfur Wow séu meiri til flugmanna en Icelandair gerir.

En kannski á Skúli við að flugfólk Icelandair verður að sætta sig við lægra kaup ætli það að fá vinnu hjá Wow.


mbl.is Bjóða flugmönnunum vinnu hjá Wow air
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er tilraun hjá WoW til að "bjarga" sér, en þetta flugfélag lifir á því að "bjóða enga þjónustu".  WoW er eitt af "snýkjudýrum" samfélagsins, sem vonast til að lifa af þegar stærri flugfélög fara á hausinn.

Vandamálið er það, að þegar stærri flugfélög fara á hausinn ... flýgur enginn með WoW, því aðrar og betri lausnir verða í boði.  Til dæmis, Smyrill er ekkert mikið dýrari en flug ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.6.2017 kl. 08:37

2 Smámynd: Aztec

Ég er hæstánægður með WOW air. Hef alltaf fengið góða þjónustu. Það fékk ég líka hjá Iceland Express áður en útsendarar frá Icelandair eyðilögðu félagið. Ég og fjölskylda mín erum löngu hætt að fljúga með sníkjudýrinu Icelandair.

Að gefa í skyn, að WOW Air leggi minna upp úr öryggi er tómt bull. Ekki var það WOW Air sem keypti gamlar, úr sér gengnar Boeing vélar sem voru ekki hæfar til flugs vegna sífelldra bilana. Eftir nokkur ár mun Icelandair fara á hausinn, og er það vel.

- Pétur D.

Aztec, 26.6.2017 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband