Sunnudagur, 25. júní 2017
Frjálslyndir múslímavinir í vanda
Múslímatrú er í besta falli íhaldssöm en oftar mannfjandsamleg, t.d. í garð mannréttinda kvenna og samkynheigðra. Frjálslyndir á vesturlöndum bera iðulega blak af múslímum þegar einhverjir þeirra stunda hryðjuverk og drepa saklaust fólk í þágu trúarinnar.
Viðkvæði frjálslyndra er að hryðjuverkin hafi ekkert með trúna að gera.
En þegar mannfjandsamleg viðhorf múslíma til kvenna og samkynhneigðra eru alþjóð til sýnis þegja þeir frjálslyndu sem fastast. Líklega vegna þess að mannfyrirlitningin hefur eitthvað með trúna að gera.
Gleðiganga stöðvuð með gúmmíboltum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
KRISTIN TRÚ fordæmir líka samkynhneigð á mörgum stöðum í BIBLÍUNNI:
Annað hvort er fólk GUÐS-MEGIN í lífinu eða hinum megin.
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2189546/
Jón Þórhallsson, 25.6.2017 kl. 18:14
.....Og hvað með það Jón,kristnir menn fylgja almennt ekki bókstafnum og eru sjaldan hvattir til fordæmingar af kennimönnum vegna þess sem má lesa í Biblíunni.Kristur mun sjálfur hafa gert athugasemd við ritnigatexta.
Helga Kristjánsdóttir, 25.6.2017 kl. 19:18
+The HOLY bible+
*Opb.22.19*
"Leggist karlmaður með karlmanni
sem kona væri.
Þá fremja þeir báðir viðurstyggð".
(3.Mos.20.13).
-------------------------------------------------------------------------------------------
"Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina.
Ég er ekki kominn til að afnema,
heldur til að uppfylla lögmálið".
*Segir KRISTUR Konungur lífs vors og ljóss*
(Matteusar-guðspjallið 5:17).
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2185302/
Jón Þórhallsson, 25.6.2017 kl. 19:29
Á einum stað er í Mósebókum sagt að maður skuli ekki leggjast með manni og það sé viðurstyggð í augum Guðs. Á öðrum stað étur Pall postuli þetta upp. Jesú kristur nefnir þetta ekki einu orði. Svo er spurning hver þeirra telst meira átrúnaðargoð, Móses, Jesú eða Páll, sem aldrei hitti Jesú nema í meintri sýn,nefnir ekki stafkrók um æfi Jesú eða fylgdarmenn og talar um hann sem anda en ekki mann.
Múslimir hafa þetta annars úr sjálfri Biblíunni, enda dilteraði sjálfur Gabríel erkiengill Kóraninn.
Kristnir hafa lært og taka umburðarlyndið ofar fordæmingunni, Múslimir eru 600 árum á eftir í þeirri siðbót, svo ekki er annars að vænta en hatri og fordæmingu.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.6.2017 kl. 19:35
Jón Steinar, þú ert ennþá að halda fram sömu rökvillunum og fyrir tíu árum. Ertu svona lengi að læra, eða ertu vísvitandi að stuða fólk?
Jesús nefndi heldur ekki að eiginmenn mættu ekki berja eiginkonur sínar, ólíkt Múhammeð, sem segir fylgjendum sínum að æfa hnefaleika á konum sínum. Merkir það að Frelsarinn hafi verið hlynntur ofbeldi gegn konum?
Umburðarlyndi er gott, en það á ekki að sýna umburðarlyndi gagnvart hinu illa. Kynvilla er synd, en munurinn á kristnum og múslimum, er að þeir fyrrnefndu leggja allan dóm í hendur Guðs, en múslimar fara með homma upp á næsta fjall og henda þeim fram af bjargbrúninni.
Theódór Norðkvist, 25.6.2017 kl. 20:42
Theodór minn, nú ertu að lesa eitthvað allt annað í það sem ég skrifa en stendur. Þú vilt væntanlega meina að Kristnum sé heimilt að gera hvern fjandan sem þeim sýnist því það skipti ekki máli hvort kristur sagði það eður ei. Það gefur ykkur ekki síður heimild til ofbeldis.
Varðandi umburðarlyndið, þá getum við hinsvegar vitnað í Pál í fyrsta korintubréf 13, þar sem sagt er að kærleikurinn umberi allt. Er þetta þversögn eða kjósið þið ekki að taka mark á því? Hvað um að elska náungan og gjöra öðrum eins og þú vilt að aðrir gjöri yður. Hvað um að bera trú þína í hljóði og likjast ekki Fariseum?
Páll var nú ekki beint mikill kvenréttindafrömuður og hann eins og Jesú litu á þrældóm sem eðlilegan hlut og að fólk gengi kaupum og sölum. Tíðaarandinn hefur blessunarlega breyst þrátt fyrir það. Allur viðbjöðurinn í Koraninum á sér einhverja samfellu í Biblíunni, lestu bara bókina, húnn er til í ágætri þýðingu Helga Hálfdánarsonar.
Kristnir hafa til allrar hamingju valkvæðan skilning á boðum biblíunnar, þ.e. Flestir hafn fordæmingu og mannvonsku þar. Svo eru aðrir sem kjósa að ríghalda í það slæma til að réttlæta fordóma sína og mannfyrirlitningu líkt og mér sýnist þú gera hér.
Er rökvillan sú að álykta að Jesú hafi ekki hatast við samkynhneigða af því hann nefnir það ekki á nafn? Mig undrar ekki að þið túlkið bókina ykkar eftir geðþótta. Það er greinilega allt opið.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.6.2017 kl. 21:32
Mér leikur annars forvitni á að vita hvort þú átt einhverja samleið með ofstæki Múslima, sem vitnað er til í frétt með þessu bloggi Theodór.
Ertu hlunntur því að skotið hafi verið gúmmíkúlum á gleðigönguna í Istambúl eða ertu það ekki. Hvert sem svrið verður, þá bið ég þig að rökstyðja það. Mér snist nefnilega ekki betur en að þú sért hér að verja það sem Páll Vilhjálmsson tekur sem dæmi um ofstæki Múslima.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.6.2017 kl. 21:40
Sæll Páll
En hérna hvað segir í viðurkenndri útgáfu af Kóraninum varðandi konur og samkynhneigða ???
Það er ekki beint hægt að segja að mælt sé með kynlífi samkynhneigða einstaklinga í Rómverjabréfi (1:26-32) eða er það?
"...Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg 27og eins hafa karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn hafa framið skömm með karlmönnum og tóku svo út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar. 28Fyrst menn hirtu ekkert um að þekkja Guð sleppti hann þeim á vald ósæmilegs hugarfars. 29Þeir urðu fullir alls kyns rangsleitni, vonsku, ágirndar og illsku. Þeir eru öfundsjúkir, morðfúsir, deilugjarnir, sviksamir, illgjarnir, illmálgir, bakbítar. 30Þeir eru guðshatarar, oflátar, hrokafullir, gortarar, hrekkvísir, óhlýðnir foreldrum sínum, 31óvitrir, ótrúir, kærleikslausir, miskunnarlausir. 32Þeir vita að Guð dæmir rétt og að allir, sem slíkt fremja, eru dauðasekir. Samt fremja þeir þetta og gera að auki góðan róm að slíkri breytni hjá öðrum."
Nú þú segir, að: "Múslímatrú er í besta falli íhaldssöm en oftar mannfjandsamleg, t.d. í garð mannréttinda kvenna..", en er það gegn mannréttindum kvenna, að konan eigi að vera manni sínum undirgefin skv. Efesusbréfinu(5:22)?
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.6.2017 kl. 22:53
Jón Steinar Ragnarsson er sem fyrri daginn afleitur til leiðsagnar um réttan skilning á Biblíunni. Hann fer hér með ýmislegt fleipur, en þó stendur það kannski upp úr í öllu því fleipri, þegar hann virðist gefa sér (kl. 21.32), að Jesús Kristur hafi "hatast við samkynhneigða".
Eins og Jesús afnam (meðal kristinna manna upp frá því) dauðarefsingu fyrir hórdóm, þ.e. framhjáhald (sjá Jóhannesarguðspjall, 8. kafla), þannig var Páli postula falið það sama hlutverk gagnvart þeim sem átt höfðu kynmök við einstakling(a) af sama kyni. Þetta sést skýrt í I.Kor.6.11,* en ótrúlegasta fólk virðist ófært um að vilja skilja þetta, hvað þá að meta það eins og það er vert. En kristnir menn hafa um aldir sameinað þann skilning, að þetta sé synd, en um leið synd sem hægt er að fá fyrirgefningu á, rétt eins og Meistarinn sjálfur fyrirgaf hórdómskonunni í Jóh.8 og það með þessum orðum: "Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú, syndga ekki framar" (8.11). Í hvorugu tilfelli er fyrirgefningin grænt ljós á, að syndinni sé haldið áfram.
Kjánalegt er einnig af Jóni Steinari að gera ráð fyrir, að hinn ágæti Theódór (sem sennilega er "fjarri góðu gamni" hér!) sé "hlynntur því að skotið hafi verið gúmmíkúlum á gleðigönguna í Istambúl."
Jón Valur Jensson, 26.6.2017 kl. 00:00
Þorsteinn minn!Léttara þætti mér að biðja um fyrirgefningu ef aðeins fjórðungur þessara lýsinga ætti við mig.
Helga Kristjánsdóttir, 26.6.2017 kl. 00:24
Jón Valur þú telur náttúrlega að þú hafir "réttan" skilning á biblíunni framar öðrum en getur ekki einu sinni lesið rétt úr athugasemdum mínum.
Ég held annars að almættið sé fullfært um að deila sínum dómi og refsingum án ykkar aðstoðar. Þið vantreystið honum þó augljóslega til þess að halda skikk á mönnum og takið ykkur umboð hans upp á eigin spytur til að útdeila dómum, fordómum og refsingu.
Svo undrist þið að kristni sé á undanhaldi. Ég get þá frætt ykkur um að það er einmitt vegna svona yfirlætis og forpokaðra viðhorfa sem ykkar að fólk verður afhuga trúarbrögðum. Þið eigið undanhald trúarbragða skuldlaust að sök.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.6.2017 kl. 00:38
Þetta eru ekki rök, heldur rhetorismi hjá þér, Jón Steinar, órökstutt ræðuhald í sjálfsþægðarskyni.
Kristni er í sókn í Kína, víðar í Asíu og í Afríku. Evrópuþjóðir eru með sinni fósturdráps- og pillustefnu að verða sáralítill partur af mannkyni, sennilega um 10% í allt talið.
Það er ekkert unnið með því að eltast við líberaltheoríur vinstri aflanna og guðlausu, efnishyggjulegu hægriaflanna. Þessar theoríur eru smám saman að afsannast í verki, þótt þið trúlitlir takið ekki eftir því. Trúlaust uppeldi skapar ekki stöðuglyndi og dygðugt líferni, hvað þá fasælt samfélag og lífshamingju.
Veit ég vel, Jón Steinar, að minn skilningur á þessum umræddu málum í innleggi mínu áðan er réttari en þinn, enda hef ég stundað lestur og rannsóknir í kristnum fræðum í áratugi og m.a. lagt mig vel eftir að kanna ólík túlkunarviðhorf í þessum sérstöku málum, en fundið ýmis þeirra léttvæg og á villuslóðum. En ég sé líka, að þú leggur ekki til lags við það sem ég í raun sagði og upplýsti um, lézt þér nægja stórkarlalegar yfirlýsingar um að við kristna fólkið vantreystum Guði (!) og að við í yfirlæti tökum til okkar valdið "að útdeila dómum, fordómum og refsingu". En hvar í ósköpunum sérðu votta fyrir slíku í innleggi mínu hér á undan? Ég beygi mig sannarlega fyrir því Drottins orði, að það er hann, Mannssonurinn Jesús Kristur, sem verður dómari lifenda og dauðra við endi tímanna (Matth. 25.31 o.áfr.).
Jón Valur Jensson, 26.6.2017 kl. 01:19
Jón steinar minn, mér sýnist það aðallega vera þú sem átt erfitt með lesskilninginn. Að sjálfsögðu tel ég ekki að kristnir megi gera hvað sem þeir vilja, ef Jesús sagði ekkert um það málefni.
Ég var einmitt að gagnrýna að það væri þinn skilningur, hvað kynvillu varðaði. Það varst þú sem gafst í skyn að fyrst Jesús minntist ekkert á kynvillu, að þá væri hann hlynntur henni.
Þér er velkomið að ráðast á þinn eigin málatilbúnað, ég fagna því, þar sem hann er rangur, en ekki reyna að gera mig ábyrgan fyrir því sem þú ert að halda fram.
Theódór Norðkvist, 26.6.2017 kl. 05:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.