Miðvikudagur, 14. júní 2017
Lögmenn og dómstóll götunnar
Jóhannes Rúnar Jóhannesson og Ástráður Haraldsson fara báðir með lögfræðilegan ágreining sinn við dómsmálaráðherra fyrir dómstól götunnar. Þeir gera eins og almannatenglar, efna til hávaða í fjölmiðlum út af dómarastöðum sem þeir ekki fengu.
Þegar lögmenn velja götudómstólinn fremur en lögformlega leið réttarríkisins vakna óneitanlega grunsemdir um að þeir telji málstaðinn veikan fyrir dómstólum.
Málssókn moldríkra lögmanna fyrir dómstóli götunnar sýnir fegurstu eiginleika samfélagsins. Milljónin sem þeir hvor um sig, Ástráður og Jóhannes Rúnar, vilja í bætur er vasapeningur í þeirra bókhaldi. Aðalatriðið er að félagarnir fái stuðning almennings til að verða dómarar í landsrétti.
En almenningur hlýtur að spyrja: skiptir máli hvaða lögmenn sitja í landsrétti? Eru ekki allir jafnir fyrir lögum?
Held að fólki misbjóði vinnubrögðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er sérkennilegt að segja að þeir "...hafi valið götudomstól i staðinn fyrirlögformlega leið réttarríkisins".
Ef málið er þannig vaxið getur það bara þýtt tvennt:
1. Þeir hafa hætt við að höfða mál sín fyrir lögformlegum dómstólum.
2. Að reka máll fyrir Héraðsdómi fellur undir hugtakið "dómsóll götunnar."
Ómar Ragnarsson, 15.6.2017 kl. 07:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.