Föstudagur, 2. júní 2017
Pútín, Trump og heimsmynd frjálslyndra
Hlýnun jarðar er sérstakt áhugamál frjálslyndra. Íhaldsmenn eru tortryggnari á rökin fyrir manngerðri hlýnun, þótt fæstir neiti henni enda ekki hægt að rökræða við hitamæla.
Og hvern finnur Trump sem bandamann í viðspyrnu gegn aðgerðum vegna hlýnunar? Jú, Pútín Rússlandsforseta. Hvorugir gera sér dælt við frjálslyndið.
Þeir frjálslyndu óttast fátt meira en bandalag forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Heil heimsmynd er í húfi.
Hvetur ríki heims til að vinna með Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hitamælar eru ekki rök fyrir því, að hlýnunin sé "manngerð".
Og koltvísýringur í andsrúmsloftinu er ekki mengun.
Vilhjálmur Eyþórsson ritar á Facebók: "Sú geysimikilvæga staðreynd gleymist alltaf, viljandi eða óviljandi, að tæp 97% alls koldíoxíðs er framleitt af náttúrunni sjálfri, eins og verið hefur í ármilljarða, aðeins rúm 3% stafa af brölti mannanna, en koldíoxíð veldur um 3,6% gróðurhúsaáhrifa. Áhrif mannanna er því í hæsta lagi 0,12%, Hugsið um það!" *)
Og þessi loftslagshjáfræði eiga eftir að verða okkur firna dýrkeypt, eins og Björn Lomborg upplýsir um og Jón hrl. Magnússon segir frá hér: http://jonmagnusson.blog.is/blog/jonmagnusson/entry/2197048/
*) Vilhjálmur á líka fróðlega Þjóðmála-grein, í lengra formi, hér: http://vey.blog.is/blog/vey/entry/2188666/
Jón Valur Jensson, 3.6.2017 kl. 07:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.