Fimmtudagur, 1. júní 2017
Sósíalistaflokkurinn mælist ekki, Vg ekki-valdaflokkur
Sósíalistaflokkur var stofnaður 1. maí af Gunnari Smára og nokkrum félögum úr fjölmiðlastétt. Flokkurinn fékk viðhafnarkynningu í RÚV, auðvitað, og aðrir fjölmiðlar kynntu undir.
En í könnunum mælist Sósíalistaflokkurinn ekki.
Vinstri grænir eru ráðandi á vinstri kanti stjórnmálanna. Eftir síðustu kosningar staðfesti flokkurinn sig sem ekki-valdaflokkur landsins. Og fær fjórðungsfylgi út á það. Vel gert.
Enn færri styðja ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú fullsnemmt að afskifa nýsósíalistana. Gunnar Smári getur nú ásamt félaga sínum og vini Jóni Ásgeiri og fleiri útrásarvíkingum geta nú bitið. Þeir eru nú ekki allir ánægðir hvernig dómskerið og almenningur hefur meðhöndlað þá. Hvað með Ólaf´Ólafs, Hreiðar, Sigurð Einars og Björúlf Thor. Það kæmi ekki á óvart að óvæntur stuðningur kæmi frá svæðum sem flokkuð yrðu sem skattaskjól. Aðalkeppinautarnir eru nýkommúnistarnir, með VG í forystu. Næsta skref þeirra er að innlima restina af samfylkingunni sálugu. Nýkommúnistarnir gætu líka hirt allt ,,sponsoraféð" Þeir gráðugu minnast þess hversu undigefnin þau Steingrímur Sgifússon og Katrín Jakobsdóttir voru fyrir erlendu vogunarsjóðunum. Sannkallað ástandslið. Var ekki sagt að allt væri falt. Spurningin væri bara upphæðin og framsetningin.
Sigurður Þorsteinsson, 1.6.2017 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.