Fimmtudagur, 1. júní 2017
Fjölhyggja og friður - fordómar og ófriður
Þar sem friður ríkir er sátt um fjölhyggju; hver fær að syngja með sínu nefi hvort heldur í trú, menningu eða lífsháttum. Aftur rjúka fordómar upp í stríðsástandi.
Við þekkjum þetta stef úr eigin sögu. Á tíma sjálfstæðisbaráttunnar voru hér ríkjandi fordómar gagnvart Dönum, sem við köllum frændur okkar í dag. Þá voru Bretar ekki hátt skrifaðir á dögum þorskastríðanna en þykja almennt í dag þokkalegt fólk. Erjur okkar við þessa nágranna eru hjóm eitt í samanburði við stríðssögu margra þjóða.
Spurningin er hvort kemur á undan friðurinn eða fjölhyggjan, eggið eða hænan.
![]() |
Meirihluti segir engan æðri öðrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fjölhyggja, getur aldrei orðið til friðar ... hver manneskja hefur tvö gen í sér ... það veikara, verður að víkja ... í "fjölhyggju" hverfur veikasta genið.
Fjölhyggja, er skipulaggt þjóðarmorð.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 1.6.2017 kl. 19:50
Vér skulum hafa ein lög og einn sið. Slítum vér í sundur lögin, slítum vér og í sundur friðinn. Þessi orð Ljósvetningagoðans eru eins sönn í dag og fyrir þúsund árum.
Frumstæð trúarbrögð sem bjóða fylgjendum sínum að berja eiginkonur sínar og drepa þá sem hneigjast til annarrar trúar, geta ekki búið í friði við aðra. Ef það er friður, þá er það falskur friður sem endar í borgarastyrjöld, eins og stefnir í víða um Evrópu.
Theódór Norðkvist, 1.6.2017 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.