Fimmtudagur, 1. júní 2017
Falsfréttir, Pútin og tap frjálslyndra
Frjálslyndir og vinstrimenn töpuðu forsetakosningunum í Bandaríkjunum síðast liðið haust. Hillary Clinton, frambjóðandi þeirra, útskýrir tapið með inngripum Pútíns Rússlandsforseta og falsfréttum.
Hvorug skýringin er trúverðug. Clinton og frjálslyndir halda því fram að allar 17 bandarísku stofnanirnar sem fást við njósnir staðfesti að Rússar höfðu áhrif á bandarísku kosningarnar. Þetta er falsfrétt, sem var afhjúpuð í vitnaleiðslum á Bandaríkjaþingi. Engar sannanir hafa komið fram um afskipti Rússa og heldur ekki trúverðug útlistun á hvernig þeir gætu mögulega haft áhrif á kosningahegðun almennings í Bandaríkjunum.
Falsfréttir eru hugtak sem nær hvorttveggja yfir fréttir sem halla réttu máli og skáldfréttir sem eru uppspuni frá rótum. Ekkert bendir til að frjálslyndir séu óduglegri en stuðningsmenn Trump að breiða út falsfréttir. Fjölmiðlar eru, þrátt fyrir allt, almennt á bandi frjálslyndra. En það dugði ekki til, Clinton tapaði.
Jeffrey D. Sachs kemur með þá skýringu að peningar stjórni bandarískum stjórnmálum. Trump sé handbendi peningamanna sem keyptu kosningarnar.
Vandinn við þessa skýringu er að stór hluti Repúblíkanaflokksins var á móti Trump og vitanlega allur Demókrataflokkurinn. Stærstu fjölmiðlarnir studdu Clinton en ekki Trump.
Líklegasta skýringin á tapi frjálslyndra er að þeir höfðuðu ekki til bandarískra kjósenda. Trump talaði máli þeirra sem voru afskiptir og útundan í hinu frjálslynda samfélagi. Og þeir voru nógu margir til að Clinton tapaði.
Clinton kennir fölskum fréttum um tapið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Clinton News Network (CNN) gengu fremstir í flokki með Fake News (falskar fréttir) í þeim tilgangi að hjálpa HRC en allt kom fyrir ekki.
Rannsóknir á spillingu HRC sitja á hakanum vegna ásakana um íhlutun Rússa í kosningunum, en rannsóknir þar að lútandi hafa staðið yfir frá því um mitt síðasta ár án nokkurrar niðurstöðu.
MSM (Main Stream Media) fjallar lítið um ólöglegar njósnir Obama á Trump í aðdraganda kosninganna.
Obama reyndi að hafa áhrif á síðustu þingkosningar í Ísrael þar sem hann vildi fella Netanyahu, en tókst ekki. Bandaríkjamenn hafa ítrekað beitt áhrifum sínum á stjórnarfar annarra landa, hefur Obama ekki einn forseta átti sök á slíku.
Allar líkur benda til þess að Demókrataflokkurinn hafi beitt brögðum í kosningunum í nóvember. Nokkrar milljónir ólöglegra innflytjenda fengu að kjósa og hvatti Obama til þess að þeir fengju það, auk nokkurra látinna einstaklinga og þar að auki hafa einstaklingar játað að þeir kusu oftar en einu sinni og það Demókrataframbjóðandann.
Ekki er vitað til þess að Pútín eða rússneskir sendimenn hans hafi komið á kjörstaði í Bandaríkjunum til að greiða Trump atkvæði sín. Rússagrýla Demókrata eru ekkert annað en Fake News.
Tómas Ibsen Halldórsson, 1.6.2017 kl. 11:56
Þetta þarfnast ýtarlegri umfjöllunar.
"Clinton was referring to an October 7, 2016 joint statement from the Homeland Security Department and Office of the Director of National Intelligence claiming, 'The U.S. Intelligence Community (USIC) is confident that the Russian Government directed the recent compromises of emails from U.S. persons and institutions, including from U.S. political organizations.' " Heimild: Breitbart.
Það eru 17 stofnanir í USIC. En samkvæmt James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála, tóku "bara" FBI, CIA og NSA virkan þátt í rannsókninni.
Wilhelm Emilsson, 1.6.2017 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.