Föstudagur, 19. maí 2017
Framsókn án foringja; flokkur án fylgis
Einu sinni voru stjórnmálaflokkar eins og fótboltalið. Maður hélt með sínum flokki, sama hvað á gekk. Flokkarnir voru fjórir, en stundum dúkkaði upp einn uppreisnarflokkur. Þetta er liðin tíð.
Stjórnmálaflokkar verða að sýna að þeir eiga erindi til stærri hópa en trúföstu hjarðarinnar sem kennir sig við flokkinn. Þar skilur á milli feigs og ófeigs hvort formaðurinn er foringi eða ekki.
Mælikvarðinn á hvort formaður sé foringi er geta hans til að sækja fylgi út fyrir raðir flokksmanna. Sitjandi formaður getur það ekki, það sýndu síðustu kosningar og allar mælingar síðan.
Framsókn er á varamannabekknum í pólitík. Án foringja verður það hlutverk flokksins um fyrirsjáanlega framtíð.
Búist við átakafundi hjá Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hver er opinber afstaða framsóknar til hjónabanda samkynhneigðra?
Ég mun ekki stökkva á framsóknar-rútuna nema að sá flokkur setji það á sína stefnuskrá að nema þau lög ÚR GILDI sem að heimila hjónabönd samkynhneigðra.
Jón Þórhallsson, 19.5.2017 kl. 07:47
,,Framsókn er á varamannabekknum í pólitík" segir í færslunni. Ég held að þeir séu að safna kröftum í loftárásir.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.5.2017 kl. 09:55
Fótboltafélög ráða manager sem kaupir og selur menn,eftir að eigendur félga hafa lagt þeim til hámarks upphæð til þeirra hluta.- Er maður þá kominn á hála braut að líkja pólitíkinni við þannig viðskipti? Ég kæri mig kollótta,en veit að toppeikmaður færi ekki fyrir nokkurn pening í vonlausan klúbb.
Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2017 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.