Laugardagur, 13. maí 2017
Sigurður Ingi og Framsókn: haltur leiðir blindan
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins segist leiður yfir fylgisleysi flokksins. Lái honum hver sem vill. Framsókn fékk í haust sína lélegustu kosningu í 100 ára sögu flokksins. Framsókn er tíu prósent flokkur undir forystu Sigurðar Inga.
Mistök Framsóknar og Sigurðar Inga voru atlagan að Sigmundi Davíð formanni kortéri fyrir kosningar. Sigmundur Davíð gerði Framsókn að stærsta flokki landsins kosningarnar 2013 og sem forsætisráðherra sigldi hann þjóðarskútunni í höfn eftir hamfarir hrunsins.
Dómgreind Framsóknar, eða litlu klíkunnar sem virðist öllu ráða þar, og Sigurðar Inga bilaði vegna þess að RÚV gerði Sigmund Davíð að skotmarki. Sigurður Ingi var frambjóðandi RÚV til formennsku. En RÚV skaffar hvorki stefnumál né atkvæði.
Ef Sigurður Ingi meinar það sem hann segir ætti hann að stíga til hliðar og hleypa stjórnmálaaflinu Sigmundi Davíð að stjórn flokksskútunnar.
Athugasemdir
SDG var búinn að fá allt sumarið til þess að hreinsa sín mál og koma endurnýjaður í slaginn í fyrstu sjónvarpskappræðunum. Í staðinn valdi hann að skjóta sig og flokkinn í báða fætur í því fyrsta sem hann sagði á skjánum og lýsti ferlegri afneitun á raunveruleikanum en nokkurn óraði fyrir.
Ómar Ragnarsson, 13.5.2017 kl. 15:17
Þessir lögguleikir alþjóðasinna hefur gengið alltof lengi,saksóknir án nokkurs tilefnis og saklausum skal blæða!
Helga Kristjánsdóttir, 13.5.2017 kl. 16:38
Sigurður Ingi er vörpulegur maður en hann ber engu að síður kálfshjartað sem er einkennis líffæri Framsóknarmanna.
Ragnhildur Kolka, 13.5.2017 kl. 17:41
"Enginn maður ma verða stærri en flokkurinn " sagði SIJ þegar hann hafði komið fyrverandi formanni burtu ..Spurning er hvað eða hver er nuna hvað og hvert að þetta se ekki komið nóg af mistökum ? Það myndi sa gera sem vill flokki sinum allt það besta !
rhansen, 13.5.2017 kl. 20:24
Ómar, það er spurning hver er í afneitun, þeir sem horfa á staðreyndir eða hinir sem hafa látið fréttastofu ruv, með dyggri aðstoð svokallaðs fréttamanns sem sama fréttastofa hafði úthýst nokkru áður fyrir óvönduð vinnubrögð, teyma sig á asnaeyrum!
Gunnar Heiðarsson, 14.5.2017 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.