Fimmtudagur, 4. maí 2017
Þingnefnd rannsaki Jón Baldvin og EES-samninginn
EES-samningurinn var seldur Íslendingum um miðjan síðasta áratug liðinnar aldar undir formerkjunum að Ísland hafði fengið ,,allt fyrir ekkert." Helsti sölumaðurinn var Jón Baldvin Hannibalsson þáv. utanríkisráðherra.
Heimssýn rýnir í nýleg orð Jóns Baldvins þar sem hann viðurkennir fals og óheilindi í pólitíkinni í kringum EES-samninginn. Orð Jóns Baldvins núna
EES-samningurinn hefur reynst vera mun langlífari en við, sem að honum stóðum í upphafi, gerðum ráð fyrir. Í okkar hugum var hann brúarsmíð, sem átti að brúa bil í sögulegri þróun, sem við gerðum ráð fyrir, að yrði skammvinnt.
eru viðurkenning á falsinu. EES-samningurinn átti að vera áfangi á leið Íslands inn í Evrópusambandinu. Þeir sem sáu í gegnum falsið á sínum tíma, t.d. Haukur Helgason, voru kveðnir í kútinn með fagurgala Jóns Baldvins og ESB-sinna.
Alþingi ætti að rannsaka tilurð EES-samningsins. Ekki til að finna þar saknæmt athæfi heldur til að draga fram hvernig staðið er að opinberri umræðu og ákvarðanatöku um lífshagsmuni þjóðarinnar.
Jón Baldvin má eiga það að á efri árum verður hann hreinskilnari og skýrari í hugsun en hann var sem ungur ráðherra. Hann efast í seinni tíð um skynsemi þess að Ísland gangi í Evrópusambandið: ,,Evrópusambandið er nú um stundir í tilvistarkreppu, sem ekki er séð fyrir endann á. Það er því ekki í stakk búið til að taka við nýjum aðildarríkjum í náinni framtíð," skrifar hann.
EES-samningurinn er á fallandi fæti. Til að undirbúa okkur undir óhjákvæmilega endurskoðun á samskiptum við Evrópusambandið ætti að brjóta til mergjar tilurð samningsins sem kynntur var sem ,,allt fyrir ekkert" en var í reynd samningsúlfur í sauðagæru. Markmiðið var að innlima Ísland í Evrópusambandið. Við verðum að læra af reynslunni.
Athugasemdir
Þegar menn taka að eldast líta þeir gjarnan yfir farinn veg. Þá koma oft upp hugsanir um það sem þeir eru ekki stoltir af og angrar jafnvel samvisku þeirra. Þá er gott að játa mistök sín og biðjast fyrirgefningar á því sem ranglega hefur verið gert í orði eða æði.
Það er gott að Jón Baldvin er farinn að sjá að ýmsar athafnir hans voru ekki af hinu góða og játar yfirsjónir sínar. En hefur hann beðist afsökunar á þeim???
Yfirlýsingar Jóns Baldvins gefa tilefni til að endurskoða EES samninginn og hvort við yfir höfuð eigum að eiga hlut í slíkum samningi. Er ef til vill kominn tími til að segja okkur frá EES samningnum??? Er von að menn spyrji eftir uppljóstranir JBH.
Tómas Ibsen Halldórsson, 4.5.2017 kl. 11:58
Þessi samningur er löngu orðinn dragbítur á fullveldi Íslands sem lepur upp hverja vitleysuna af annarri í stjórnskipan.
Komum okkur út úr honum með öllum ráðum.
Halldór Jónsson, 5.5.2017 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.