Mánudagur, 20. mars 2017
Krónuhagkerfið fær traust - ekki fjármálaráðherra
Erlendir fjárfestar vilja ávaxta peningana sína í krónuhagkerfinu og kaupa hlut í banka. Fjármálaráðherra, ekki þó til frambúðar, Benedikt Jóhannesson, keppist við að tala krónuna niður en útlendingar lýsa trausti á gjaldmiðilinn.
Kaup útlendinga á íslenskum banka er með tvær hliðar. Að einhverju marki mun arðurinn af starfsemi vera tekinn úr hagkerfinu. Á móti kemur að útlendingarnir kunna líklega eitthvað fyrir sér í bankarekstri. Við þekkjum íslenska fjármálavitið frá hruni; það fólst í því að ræna bankana innanfrá.
Á heildina litið er jákvætt að erlendir straumar leiki um íslenska bankakerfið. Það veit á meiri aga í ríkisfjármálum og vaxtapólitík.
Tímamót í uppgjöri við bankahrunið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Evrustrumpar.
Halldór Jónsson, 20.3.2017 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.