Miðvikudagur, 15. mars 2017
Baldur og mótsögn frjálslyndra
Ákall um heildarlöggjöf gegn mismunun má finna hjá Baldri Kristjánssyni sóknarpresti. Í ákallinu felst mótsögn frjálslyndra sem afhjúpar veruleikafirringu þeirra.
Frjálslyndir vilja ekki mismuna fólki eftir trúarbrögðum. Þeir vilja heldur ekki kynjamismunun.
Múslímatrú, á hinn bóginn, mismunar fólki kerfisbundið. Í fyrsta lagi hafna múslímar trúfrelsi - það er aðeins ein sönn trú í þeirra bókum. Aðrir eru óverðugir. Í öðru lagi mismunar íslam konum - þær eru annars flokks borgarar.
Hvorki Baldur né aðrir frjálslyndir geta smíðað löggjöf er í senn virðir einstaklingsfrelsi og jafnframt trúfrelsi. Einfaldlega vegna þess að trúfrelsið nota múslímar til að kúga konur og meina fólki að skipta um trú. Nema, auðvitað, múslímar taka við þeim sem vilja játa íslam.
Íslam og vestræn mannréttindi er ekki hægt að samræma. Það er mótsögnin sem frjálslyndir neita að viðurkenna.
Hvar eru konurnar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ne,Baldri tekst ekki að smíða lögjöf sem virðir hvoru tveggja trúfrelsi og einstaksfrelsi. Hempuklæddur nýtur hann aftur á móti allt sitt frelsi til að koma fram eins og hver annar sýslumaður þegar aðstæður leyfa.Fjögur í giftingu og rubbað af eins og "ging gang gilie gilli-minnið mig á að þið eruð búin að borga.
Helga Kristjánsdóttir, 15.3.2017 kl. 16:40
Prestar á borð við Toshiki Toma og Baldur höfða til pólitísks réttrúnaðar í örvæntu kapphlaupir um sauði í hnignandi kirkju. Aðallega er þetta þó gert til sjálfshelgunnar.
Þeir átta sig þó ekki á því að hið frjálslynda góða og vinstrihneigða fólk er að megninu opinberlega trúlaust eða hefur enga vitneskju né afstöðu til trúmála.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.3.2017 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.