Laugardagur, 4. mars 2017
Katrín felur klofning Vinstri grænna
Stjórnarmyndun er málamiðlun. Vinstri grænum stóð til boða tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Vinstri grænir voru klofnir í afstöðu sinni og formaðurinn, Katrín Jakobsdóttir, tók ekki af skarið. Hún lúffaði fyrir hreintrúarfólki.
Vinstri grænir munu aldrei geta breytt Íslandi í sósíalískt lýðveldi. Aftur gæti flokkurinn haft áhrif á hvernig málum er skipað í blönduðu hagkerfi.
Kjarni málsins er að Vinstri grænir eiga eftir að gera upp við sig hvernig flokkur þeir ætla að vera. Valkostirnir eru tveir: í eilífri stjórnarandstöðu, sem aðeins er rofin undir sérstökum kringumstæðum - t.d. vegna hruns - eða stjórntækur flokkur málamiðlana.
Samstarfið lá í loftinu allan tímann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vissulega eru til dæmi um samstarf flokka yst á hægri og vinstri væng, til dæmis í Nýsksköpunarstjórninni 1944-46.
En við höfum líka dæmi um það þegar krafan um að verða "stjórntæku" leiddi Samfylkinguna til þess að meirihluti hennar samþykkti hrikalegustu umhverfisspjöll Íslandssögunnar á Alþingi 2003.
Þegar frá líður mun sá gerningur yfirskyggja allt, sem núlifandi kynslóð hefur gert á hlut framtíðarkynslóða, og það einmitt með atbeina jafnaðarmannaflokks, sem með því valtaði yfir kröfuna um jafnrétti kynslóðanna.
Samfó ávann sér með þessu að verða raunverulega "stjórntæk" í eitt og hálft ár 2007-2009 og stóð í því vorið 2007 að hefja framkvæmdir við risaálver í Helguvík, þar sem helmingur skóflustungufólksins var fulltrúar jafnaðarmanna.
Ómar Ragnarsson, 4.3.2017 kl. 16:49
Jafnaðarmenn sjálfir eru vandamálið, Ómar. Og flokkar eins og Samfó. Þessi grein Styrmis er gríðarlega sterk og æpir vitleysuna í alþjóðavæðingardýrkun þeirra. Þeir ættu í raun að kallast ójafnaðarmenn.
Um ræðu formanns VG: Það er alþjóðahyggjan, sem er undirrót vaxandi ójafnaðar
Elle_, 4.3.2017 kl. 20:59
VG ætti helst að vera í sögubókunum. Þeir færu vel í sömu deild og norna-ofsækjendur og annað kreddu-lið.
Svona lagað á ekki að vera í stjórn, ekki hér, ekki nokkursstaðar. það hefur enginn efni á því, hefur aldrei haft.
Ásgrímur Hartmannsson, 4.3.2017 kl. 21:22
Hefði stjórn með 31 þingmann getað starfað af einhverju viti?
Eru sjallarnir ekki með 21 þingmenn og VG með 10? Ef það er rétt þá, sé ég ekki hvernig að sjallar og VG hafi getað starfað i tveggja flokka stjórn?
En hvað veit ég, það er ýmislegt á Íslandi sem er öðruvísi en annarstaðar.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 5.3.2017 kl. 04:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.