Pólitík er trú með djöflum og guðum: Trump, Pútín og ESB

Einu sinni voru nornir brenndar (karlar á Íslandi) vegna rangrar trúar. Vesturlönd skiptu út trú fyrir pólitík eftir frönsku byltinguna en áfram er fólk brennt fyrir ranga trú. Dauðinn birtist í mörgum myndum.

Pólitík er trúarvald í veraldlegu samfélagi. Þeir sem ráða pólitíkinni í helstu höfuðborgum eru í forræði ákvarðana sem skipta öllu, jafnvel lífi og dauða, fyrir íbúa heimsbyggðar.

Til skamms tíma var ein pólitísk trú ríkjandi á vesturlöndum, líkt og kaþólsk kristni var ráðandi í Evrópu í lok miðalda. Frjálslynd alþjóðahyggja var boðorð dagsins. Undir hennar merkjum ríkti ómælt frelsi heima fyrir ásamt sívaxandi velmegun. Vesturlönd ætluðust til að aðrir tækju þessa trú.

Eftir fall Sovétríkjanna var Rússum ætlað að taka frjálslynda alþjóðahyggju. Rússland reyndi, undir Yeltsin, að meðtaka kennisetningar kapítalisma og frjálslyndis. Tilrauninni fylgdi veldisvöxtur spillingar og samfélagsólgu. Pútín kom til sögunnar um aldamótin og skóp stöðugleika á kostnað vestrænna gilda.

Þar með varð Pútínn djöfullinn í augum frjálslynda.

Eftir Rússland bar vestræna alþjóðahyggju niður í miðausturlöndum. Innrás Bandaríkjanna í Írak 2003 var tilraun til að umskapa landið í anda vestrænna gilda. Það mistókst herfilega, þótt litli djöfullinn þar, Hussein, væri auðveld bráð. En kennisetningin var ein og söm og tilraunin var endurtekin í Sýrlandi og Líbýu. Gadaffi fór sömu leið og Hussein en aðaldjöfullinn í Moskvu barg Assad forseta Sýrlands. Öll ríkin þrjú eru ónýt, í helgreipum ófriðar.

Til að skáka djöflinum Pútín stóðu Bandaríkin/ESB/Nató fyrir stjórnarskiptum í Úkraínu 2014, nágrannaríkis Rússa. Pútín stöðvaði það, yfirtók Krímskaga og sýndi vestrænu trúnni fingurinn í austurhéruðum Úkraínu þar sem ríkir borgarastyrjöld.

Frjálslynd alþjóðahyggja var að þrotum komin. Vestur í Bandaríkjunum tók Trump forsetaembættið frá frambjóðanda pólitíska rétttrúnaðarins, Hillary Clinton. Trump segir falleg orð um Pútín og sjálfkrafa verður hann að stórasta djöflinum í augum rétttrúaðra. En Trump á sér sína vini í villtrúnni. Rússland getur ekki verið óvinurinn, segir íhaldsmaðurinn og fyrrum forsetaframbjóðandi, Patrick J. Buchanan.

Wasington féll í hendur villitrúarmanns, ekki aðeins vegna misheppnaðrar utanríkisstefnu. Alþjóðvæðingin skilaði ekki velmegun til allra. Elítan fékk mest, alþýðan minnst. Og almenningur kaus Trump.

Önnur háborg frjálslyndrar alþjóðahyggju, Brussel, er í uppnámi. Eftir Brexit er Evrópusambandið í reiðileysi. Einn þekktasti blaðamaður Þýskalands, Henryk M. Broder, líkir Evrópusambandinu við Þýska alþýðulýðveldið sem haldið var uppi á lygum. Ef ESB væri fyrirtæki væri það löngu komið til gjaldþrotaskipta, segir Þjóðverjinn.

Trúin sem kenna má við frjálslynda alþjóðahyggju er komin á endastöð. Henni verður ekki bjargað. Óvissa er um hvað taki við. Við lifum fjarska spennandi tíma. Enda eru þeir lífshættulegir.


mbl.is Nornaveiðar segir Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Túnis er eina landið, þar sem hægt er að segja að "Arabiska vorið" hafi haft eitthvað að segja án þess að allt færi fjandans til. Í afskiptum sínum af þjóðum í Arabaheiminum og víðar vanmeta vestræn ríki það hatur, sem íbúar fyrrum nýlendna bera til nýlenduveldanna fyrrverandi og þar með til vestrænna þjóða almennt. 

Ómar Ragnarsson, 4.3.2017 kl. 12:07

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Stofnun Ísraelsríkis á sínum tíma hefur leitt til þess haturs sem margir íbúar miðausturlanda hafa á vestrænum þjóðum og í raun leitt til hryðjuverkaógnar síðustu ára. Að leyfa stofnun þessa ríkis eru mestu mistök sem gerð voru á síðustu öld og hefði aldrei átt að koma til.

Jósef Smári Ásmundsson, 4.3.2017 kl. 14:08

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Láttu ekki svona, Jósef, þetta er eins og angi af þeirri gömlu andúð sem vill kenna Gyðingum um allt. Vellrík arabaríki gátu vel tekið við þeim, sem flúðu frá Ísrael, og veitt þeim borgararéttindi eins og öðrum arabískumælandi, en kusu að gera það ekki. Ísraelsríki er staðreynd og helzt eru það réttlætendur árásaröfga mótaðilanna sem skrifa með þessum hætti enn þann dag í dag.

Það er þá meira til í því sem hann Ómar sagði hér, t.d. var stjórn Frakka á Alsír býsna harðskeytt.

Jón Valur Jensson, 4.3.2017 kl. 15:19

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Eg er ekki að kenna gyðingum um allt Jón Valur. Ég er aðeins að segja að þessi ráðstöfun var mistök. Að sjálfsögðu hef ég ekkert á móti gyðingum og brýn þörf var á samanstað þar sem gyðingar gátu lifað í friði fyrir ofsóknum , en að leysa vandamál með því að búa til annað vandamál er aldrei gott.

Jósef Smári Ásmundsson, 4.3.2017 kl. 16:46

5 Smámynd: Elle_

Jósef, þarna erum við alveg sammála. Það voru allavega ein mestu mistök sem gerð hafa verið að stofna þetta ríki þarna. 

Elle_, 4.3.2017 kl. 18:59

6 Smámynd: Elle_

Og kemur ekkert andúð á Gyðingum eða stuðningi við árásir gegn þeim við. Það er ótrúleg fjarstæða að halda slíku fram, eins mikil raunar og halda fram að það þýði hatur á útlendingum að vera með landamæravörslu.  

Elle_, 4.3.2017 kl. 19:08

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, enginn staður var betur til þess fallinn: hið gamla land Ísraels-þjóðarinnar og þá nánast einskismannsland eftir hrun Tyrkjaveldis, því að engin var þá önnur þjóðin, sem þar átti heima, aðeins hrafl af aröbum, Egyptum, Sýrlendingum, Jórdönum o.fl., ekki sízt farandverkafólki, og jarðnæðið var yfirleitt í eigu tyrkneskra auðmanna í Ankara og Istanbúl.

En Elle og Jósef vilja kannski frekar hafa Gyðinga sem lengst í burtu, á Madagascar eða hvað? Lengra burt? - á Suðurskautslandinu?!

Jón Valur Jensson, 4.3.2017 kl. 19:22

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hið gamla Ísrel? Í guðanna bænum Jón Valur. Það var fyrir 3000 árum. Það er aðeins lítill hluti gyðinga sem býr í Ísrael.

Jósef Smári Ásmundsson, 4.3.2017 kl. 21:44

9 Smámynd: Elle_

Það var út í bláinn að saka fólk og Jósep um andúð á Gyðingum og um að styðja árásir gegn þeim fyrir það sem Jósep skrifaði 14:08. 

Elle_, 5.3.2017 kl. 15:57

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jósef 

Ekki falla í gryfju ÓBK  sem lætur sannleikann sjaldnast þvælast  fyrir skrifum sínum.

Teldu síðan aftur með fingrunum, einhvers staðar á leiðinni fipaðist þér talningin......

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.3.2017 kl. 01:41

11 Smámynd: Elle_

Prédikari, þú getur verið öflugur og væri hjálplegt að þú tækir líka á rangindunum sem Jósep (og ég óbeint) var sakaður um alveg að ósekju. Það er engin stjórn og engin þjóð hin guðs útvalda sem allt leyfist gegn öðrum.

Elle_, 6.3.2017 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband