Föstudagur, 3. mars 2017
Brúnegg og valdefling RÚV
RÚV þrífst á þeirri hugmynd að vera mikilvæg valdastofnun. Áhrifaríkasta leiðin til að undirbyggja hugmyndina er sýna hvers RÚV-valdið er megnugt.
RÚV prufukeyrir reglulega sömu aðferðina: í Panama-skjölunum, tilræðinu við hæstarétt og nú síðast aðförina að Brúneggjum.
RÚV var á sínum tíma stofnað til að flytja fréttir og efla íslenska menningu. Sá tilgangur er löngu gleymdur. RÚV haslar sér völl sem valdastofnun í opinberri umræðu og misnotar reglulega það vald.
Nú er mál að linni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert sem sagt sáttur við það sem skeði hjá Brúneggjum, ill meðferð á dýrum, og kúnnarnir sviknir?
Hjörtur Herbertsson, 3.3.2017 kl. 13:48
Þetta málefni var um margt furðulegt.
Margir vilja láta segja sér að verksmiðjubú séu yndisleg.
Okkur líður betur ef við trúum því að það að éta dýrin sambýlinga okkar hér á jörðinni sé ´þeim fyrir bestu.
Það hlýtur að verða mikið gaman þegar við komum hinu meigin, og púkarnir fara að éta tilfinningalíkama okkar.
Gangi ykkur allt í haginn.
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2186351/
Egilsstaðir, 03.03.2017 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 3.3.2017 kl. 14:44
Því miður eru litlar líkur á að nýi menntamálaráðherrann geri eitthvað til að stemma stigu við yfirgangi RÚV.
Ragnhildur Kolka, 3.3.2017 kl. 16:42
"Brúnegg harma þá vankanta sem fundið var að..." segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Ef þetta mál er allt RUV að kenna vakna nokkrar spurningar, svo sem hvort "vankantarnir" hafi verið RUV að kenna eða hvort "vankantarnir, sem fundið var að" hafi verið tilbúningur RUV.
Ómar Ragnarsson, 3.3.2017 kl. 18:11
Ekki ætla ég að mæra rekstur Brúneggja, virðist vera nokkuð ljóst að um tíma var því fyrirtæki stjórnað illa og ekki hugað að því að fara eftir reglum. Reyndar á eftir að koma endanlegur úrskurður um hvers vegna það var og vel getur verið að stjórnendur Brúneggja eigi sér einhverjar málsbætur þar.
Hitt lá einnig fyrir, þó ekki hafi því verið haldið á lofti þegar Kastljós útvarpaði sínum örlagaríka þætti um fyrirtækið, að á þeirri stundu og reyndar um nokkurt skeið þar á undan, voru málefni fyrirtækisins í lagi, út frá reglum og lögum. Þetta upplýstu eftirlitsaðilar, reyndar sú upplýsing klippt vandlega út úr þætti Kastljóss, en eftirlitsaðilarnir fundu aðra fjölmiðla til að koma þeim boðskap á framfæri.
Það er öllum ljóst, sem eitthvað vit hafa í kollinum, að slík meðferð sem Brúnegg fengu í téðum Kastljósþætti, dugir í öllum tilfellum til að knésetja viðkomandi. Og það tókst með ágætum hjá fréttastofu ruv.
Hver sökudólgurinn í málinu var skipti fréttastofuna hins vegar litlu máli, en þar er auðvitað ekki síst við eftirlitsaðilann að sakast, ef honum hefði ekki tekist að afnema þau lögbrot sem fyrirtækið var sakað um. En eins og áður segir, þá hafði tekist að laga rekstur Brúneggja og færa hann að kröfum eftirlitsaðilans, nokkru áður en Kastljós fjallaði um málið. Því var enginn sökudólgur til staðar á þeirri stundu, hvað sem áður hafði verið.
Eftir téðan Kastljósþátt var rekstrargrunni kippt undan fyrirtækinu og það sem verra var, það losnaði ekki við afurðir sínar. Þegar það síðan óskar eftir gjaldþrotaskiptum kemur í ljós að fjöldi fugla innan fyrirtækisins er mun meiri en leifi var fyrir.
Þetta telur fréttastofa ruv nú vera sönnun þess að fyrirtækið hafi stundað lögbrot fram á síðasta dag, meðan heilbrigt hugsandi fólk áttar sig á að þessi fjöldi fugla er bein afleiðing af aðför fréttastofunnar á fyrirtækið!!
Gunnar Heiðarsson, 3.3.2017 kl. 19:43
Það þarf ekki að snúa sannleikanum á hvolf þó að menn hafi eitthvað á móti RÚV. Eigum við ekki bara að halda okkur við það að skylduáskrift að fjölmiðli er tímaskekkja árið 2017. Farðu ekki að bera blak af Brúneggjum. Það fyrirtæki féll á eigin sjálfskaparvíti rétt eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Jósef Smári Ásmundsson, 3.3.2017 kl. 19:48
Þetta eru athyglisverðar upplýsingar: Eftirlitsaðilarnir og RUV eiga alla sök á þessu máli.
Ómar Ragnarsson, 3.3.2017 kl. 19:49
Ómar
Ert þú einn þeirra sem féllu á Pisa prófi?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.3.2017 kl. 20:58
Vertu ekki með þessa aulafyndni prédikari.
Jósef Smári Ásmundsson, 4.3.2017 kl. 05:39
Það sem "rétttrúnaðarliðið" sem hefur tjáð sig hérna er að segja er: "ÞAÐ ER Í LAGI AÐ SPARKA Í LIGGJANDI MANN OG ÞAÐ ER EKKI NÓG AÐ BERJA HANN Í GÓLIÐ ÞAÐ Á LÍKA AÐ HELLA YFIR HANN TJÖRU OG HENDA YFIR HANN FIÐRI OG HENGJA HANN UPP Á TORGI". Ég er alls ekki að mæla hátterni Brúneggja bót, en hvenær finnst mönnum ástæða til að þessum árásum linni?
Jóhann Elíasson, 4.3.2017 kl. 09:05
Það sem er athugavert við umfjöllun RÚV um Brunegg er að gagnrýnin snýr öll að fyrirtækinu, þegar stóra málið er að eftirlitsbatteríið, sem á að sjá um að hlutirnir séu í lagi, brást fullkomlega. Við borgum milljónir inn í kerfið sem sefur á verðinum og vísar svo allri ábyrgð frá sér.
Ragnhildur Kolka, 4.3.2017 kl. 10:49
Jósef
Engin aulafyndni. Ef pistill síðuhafa er lesinn og næst innlegg Ómars, þá er ekki annað að sjá en að hann hefur ekki lesið sér til gagns eða skilnings.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.3.2017 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.