Föstudagur, 13. janúar 2017
Ekki hægt að dópa sig til heilsu
Fréttir og rannsóknir um að heilsubætandi sé að drekka áfengi eða dópa sig til heilsu eru allar því marki brenndar að velja afmarkaða virkni á valda hópa.
Rauðvínsglas annað veifið er gott fyrir heilsuna, líka að drekka stöku bjór með vinum og kannski að staupa sig fyrir matinn. Að fá sér jónu endrum og sinnum er alltaf ólöglegt en trúlega skaðlaust fyrir heilsuna.
En hvorttveggja áfengi og kannabisefni eru vímuefni sem skaða samfélagið mun meira en þau bæta líðan fárra. Þess vegna eigum við hvorki að leyfa áfengi í matvöruverslanir né lögleiða kannabisefni.
Virknin ekki sú sem er lofuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.