Fimmtudagur, 12. janúar 2017
Er Björn Valur þjófur?
Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna var einu sinni í atvinnurekstri sem fór illa. Stal hann undan skatti? Stal Björn Valur frá viðskiptafélögum sínum?
Hefur hann verið spurður?
Ef ekki er þá ekki rétt að spyrja hann?
Orðin hér að ofan, þau inndregnu, eru höfð eftir Birni Val í færslu þar sem varaformaðurinn hvetur til áhlaups á forsætisráðherra.
Björn Valur hvetur til að fjölmiðlar þjófkenni forsætisráðherra með spurningum.
Er æskilegt að gera stjórnmálin að leðjuslag brigsla og subbuskapar?
Yfir til þín, Björn Valur.
Athugasemdir
þeir hafa oft hæðst sem eitthvað hafa fela ??
rhansen, 12.1.2017 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.