Söguskipti í stjórnmálum: reiðin og vinstripólitík

Stórir atburðir skilgreina samtímann, samanber hrunið 2008. Smærri atburðir, fremur en stórir, eiga það til að verða taldir til söguskipta - þegar ein söguleg þróun tekur við annarri.

Í samtímanum var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir aðeins neðanmálsgrein við hrunið. Í lýðveldissögunni var þetta fyrsta hreina vinstristjórnin. Flokkarnir sem stóðu að Jóhönnustjórninni, Samfylking og Vinstri grænir, töldu sig marka þáttaskil. Vorið 2009 skyldi upphaf langs valdatíma vinstrimanna.

Leiðtogar vísuðu í gagnólíka framtíðarsýn Jóhönnustjórnarinnar. Steingrímur J. talaði um norræna velferðarstjórn en Jóhanna og Össur voru fangar hugmyndarinnar um ESB-Ísland. Kratar og kommar höfðu þar söguleg sætaskipti. Kommar, forverar Vg, boðuðu miðja síðustu öld Sovét-Ísland en kratar norræna velferð.

Valdatími vinstrimanna 2009 - 2013 var samfelld þrautarganga einmitt af þessari ástæðu. Kratar og kommar búa að gerólíkri pólitískri sýn á framtíð lands og þjóðar.

Söguskiptin í íslenskum stjórnmálum urðu 2013 urðu þegar Samfylking og Vinstri grænir töpuðu meira en helmingnum af fylgi sínu. Valdatómarúmið á vinstri væng stjórnmálanna fylltu Píratar upp í með reiðibylgjupopúlisma sem náði hámarki á liðnu vori með afsögn forsætisráðherra. Eftir það fjaraði undan Pírötum.

Saga vinstrimanna hér á landi er af sameiningu í orði en sundrungu á borði. Jóhönnustjórnin leiddi fram á stóra sviðið þessa sögulegu staðreynd. Vinstripólitík á Íslandi er mótsögn sem breytist í reiði þegar reynt er að hrinda henni í framkvæmd.


mbl.is „Hefur setið djúpt í hnakkinum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Spot-on!

Ragnhildur Kolka, 12.1.2017 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband