Gjaldfall Panamaskjala og RÚV

Panamaskjölin voru rædd í hengla síðast liðið ár. Öllu heldur: RÚV bjó til ótal fréttir um Panamaskjölin. RÚV játar að skjölin sjálf séu ekki til. Við höfum aðeins fréttir RÚV að styðjast við. Þær fréttir eru hlutdrægar og ómálefnalegar.

RÚV og stjórnarandstöðunni tókst að knýja Sigmund Davíð til afsagnar vegna frétta af Panamaskjölum. Forsætisráðherra hafði það eitt til saka unnið að standa sig illa í sjónvarpsviðtali og að hafa borgað 300 milljónir í skatta til samneyslunnar.

Fréttaflutningur af Panamaskjölum er stormur í vatnsglasi. Þjóðin ákvað þá niðurstöðu í kosningunum 29. október.


mbl.is Fengu annan úr Panamaskjölum í staðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Endalaust er hægt að tala í hringinn um siðleysi og skattsvik, það er enginn að stofna fyrirtæki á eyjum úti í ballarhafi þar sem ekkert fæst uppgefið um reksturinn nema það sem eigandi þess er svo vænn að gefa upp nema í einum tilgangi.

Jón Páll Garðarsson, 11.1.2017 kl. 15:37

2 Smámynd: Baldinn

Enn talar Páll um greidda skatta Sigmundar.  Excell skjal sem Sigmundur flaggaði getur þó varla kallast sönnun fyrir þeirri greiðslu.  Hér notar Páll gamla trikkið um að ef þú segir eitthvað nógu oft að þá telst það sönnun.

Ég tek undir með Jóni hér á undan.  Til hvers stofnar fólk svona reiklning nema til að fela eitthvað.  Ekki eru það vextirnir.  Þá getur þú fengið hærri næstum allstaðar.

Baldinn, 11.1.2017 kl. 16:04

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jón Páll og Baldinn,

ef þið trúið ekki upplýsingum Sigmundar Davíðs flettið þá upp fjölmiðlaumræðu síðustu ára. Í ágúst og september á hverju ári er fjallað um skattgreiðslur opinberra einstaklinga. Þær upplýsingar eru byggðar á álagningaskrá ríkisskattstjóra.

Páll Vilhjálmsson, 11.1.2017 kl. 16:12

4 Smámynd: Baldinn

 Segja þær upplýsingar okkur að það hafi verið greiddir skattar af þessum reikning ?.  Er þar ekki heildarálagning án sundurliðunnar.

Væri ekki einfalt hjá Sigmundi að framvísa kvittunum fyrir þessu og málið er dautt.

Baldinn, 11.1.2017 kl. 16:17

5 Smámynd: Aztec

Hvernig væri ef Demókrataplaggið Washington Post hugaði að því hvers vegna engin nöfn Bandaríkjamanna, þ.m.t. George Soros, er að finna í Panamaskjölunum? 

- Pétur D.

Aztec, 11.1.2017 kl. 16:23

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Baldinn, þú ert ekki ýkja glöggur á skattaskil. Maður greiðir ekki skatta af einstökum reikningum sem maður á hér heima eða í útlöndum. Maður greiðir eina fjárhæð af skattskyldum tekjum og eignum. Þeir sem greiða skatta vita að maður fær ekki sundurliðaðan reikning um skattaskil.

Páll Vilhjálmsson, 11.1.2017 kl. 17:11

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Við höfum aðeins fréttir RUV til að styðjast við" um tilvist Panamaskjalanna. 

En hvað um upplýsingar SDG, Camerons, Ólafar Nordal, Júlíusar Vífils og David Camerons. 

Koma nú! Þetta fólk hefði ekki viðurkennt neitt ef það væri ekki til. 

Ómar Ragnarsson, 11.1.2017 kl. 17:42

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gleymirðu ekki Vilhjálmi Þorsteinssyni gjaldkera Samfylkingarinnar Ómar? Eftir því sem ég best veit er hann eini sem sannaðist á að ætti stórfé í skattaskjólum og þá er ég að meina skjóli frá skattayfirvöldum.

Kannski er þetta gleymska eða valkvætt minni hjá þér Ómar, en þú getur ekki talið upp nöfn sem komu upp í þessu moldroki án þess að minnast á Villa og Samfó. Og svo er það eignarhaldið á húsakynnum samfylkingarinnar sem allar voru í öruggu skjoli frá skattinum á paradísareyjum vítt og breitt. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2017 kl. 18:10

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Málpípum fjármálsaflanna býður ekki við því að ganga erinda þeirra hvenær og hvar sem er. 

Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2017 kl. 18:15

10 Smámynd: Valur Arnarson

Mikið rétt hjá þér Jón Steinar, svo var Villi út á austuvelli að berja í trommur. Hann vildi mótmæla fólki með eignir í skattaskjólum - en átti svo mest sjálfur.

Ómar, þú ert líka að gleyma 365, þeir eru eigendur aflandsfélags.

Valur Arnarson, 11.1.2017 kl. 18:19

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott hjá þér Jón Steinar,ég var bálreið að undirbúa miklu meira,en sem betur fer lét ég þetta nægja sem er greinilega ætlað Baldin,Jóni Páli og Ómari.

Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2017 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband