RÚV: við vildum brjálast í október

Fyrsta frétt RÚV-Sjónvarps í kvöld var um tímasetningu skýrslu um aflandseignir Íslendinga. Efnislega sagði fréttin að RÚV vildi fá tækifæri í október, þegar gengið var til kosninga, að brjálast; vekja reiðibylgju í samfélaginu.

Vinstri grænir stökkva á frétt RÚV og vilja þingfund um skýrsluna. Þar mun vangefnasti þingmaður Íslandssögunnar líklegast taka til máls. Sá þingmaður sagði í viðtali á RÚV, auðvitað, að Sigmundur Davíð, þáverandi forsætisráðherra, græfi undan efnahagslegu fullveldi þjóðarinnar.

Nú vill svo til að Sigmundur Davíð er sá stjórnmálamaður sem við eigum helst að þakka að vera efnahagslega fullvalda þjóð. Sigmundur Davíð er aðalhvatamaðurinn að samningum við þrotabú föllnu bankanna sem tryggðu að Ísland varð ekki gjaldþrota.

Vangefnasti þingmaður Íslandssögunnar er aftur á móti dóttir mannsins sem stefndi Íslandi lóðbeint í gjaldþrot með Icesave-samningunum.

Bandalag RÚV og vinstriflokkanna vekur ekki lengur reiðibylgju. Aðeins meðaumkun með fólki sem er faglega og siðferðilega gjaldþrota.


mbl.is Vill fund um eignir í skattaskjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mikill er nú máttur RÚV nánast daglega. Ef RÚV væri ekki til væri ekkert að gerast í þessu máli né flestum öðrum.

Og mikið er nú gagnlegt að fá þær vönduðu upplýsingar á þessari síðu hver sé "vangefnasti þingmaður Íslandssögunnar", þ. e. heimskasti þingmaðurinn í 170 ára sögu Alþingis.

Aðeins afburða blaðamenn geta talið sig umkomna að fella slíka dóma.  

Ómar Ragnarsson, 7.1.2017 kl. 21:45

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þingmaður sem segir Sigmund Davíð grafa undan efnahagslegu fullveldi þjóðarinnar hlýtur að teljast sá vangefnasti í sögunni. Nema að finnist þingmaður sem hafi sagt Jón Sigurðsson frá Arnarfirði grafa undan pólitísku sjálfstæði Íslands. Yfir til þín, Ómar.

Páll Vilhjálmsson, 7.1.2017 kl. 21:53

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þar með er þá væntanlega búið að dæma OECD og aðra þá málsmetandi aðila, sem hafa viljað hamla gegn skattaskjólum, sem vangefnustu fyrirbrigði okkar tíma. 

Ómar Ragnarsson, 7.1.2017 kl. 23:03

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

OECD sagði ekkert um málefni Sigmundar Davíðs, Ómar, og þú veist það. Svandís viðhafði ummælin og skömmin er öll hennar.

Páll Vilhjálmsson, 7.1.2017 kl. 23:16

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér eru ummæli þingmannsins, sem sagt er að fyrir bragðið skuli teljast heimskasti þingmaður í 170 ára sögu Alþingis.

"Forsætisráðherra grefur undan efnahagslegu fullveldi Íslands með því að styðja við starfsemi skattaskjóla. Það er óásættanlegt á sama tíma og Ísland hefur ásamt ríkjum OECD barist gegn tilvist skattaskjóla." 

Dæmi nú hver fyrir sig um það að þessi ummæli skuli teljast sönnun þess að þingmaðurinn skuli teljast "vangefnasti" þingmaður Íslandssögunnar. 

Þess má geta að að í fyrsta sjónvarpsþættinum með þáverandi formönnum flokkanna fyrir kosningarnar í haust, sá SDG ekkert athugavert við tilvist skattaskjóla og taldi starfsemina á Tortólu þvert á móti hið besta mál.

Framganga SDG í þessum sjónvarpsþætti fyllti mælinn hjá þeim Framsóknarmönnum, sem felldu hann í framhaldinu úr formannssætinu.  

Yfir til þín, Páll.  

Ómar Ragnarsson, 7.1.2017 kl. 23:49

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug hafa greitt um 300 milljónir kr. í skatta frá 2007. Ekki er það að geyma peninga í ,,skattaskjóli."

Svandís sagði þau hjón ,,styðja við starfsemi skattaskjóla". Það er beinlínis rangt. Þeir sem borga skatt styðja ekki við starfsemi skattaskjóla.

Og að voga sér að segja Sigmund Davíð ,,grafa undan efnahagslegu fullveldi Íslands" er merki um fádæma vanþroska.

Ég man ekki eftir þessum sjónvarpsþætti, Ómar, sem þú vísar í og get ekki sagt neitt um hann. En sá þáttur var í haust og breyta engu um ummæli Svandísar sl. vor.

Mér finnst smekklaust af þér að blanda formannskjöri Framsóknarflokksins í þetta mál. Ég man ekki eftir því að Sigurður Ingi hafi farið fram gegn Sigmundi Davíð á þeim forsendum að Sigmundur Davíð skyti undan skatti eða ,,græfi undan efnahagslegu fullveldi þjóðarinnar."

Páll Vilhjálmsson, 8.1.2017 kl. 00:08

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Síðuhafi kallar þingmann „vangefinn" en sakar svo Ómar Ragnarsson um smekkleysi af því að hann minnist á formannskjör Framsóknarflokksins. Er þetta ekki svolítið öfugsnúið?

Wilhelm Emilsson, 8.1.2017 kl. 02:20

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tja! Svo skrifar hann líka aðdáunarlega vel um síðuhafa;  "Aðeins afburða blaðamenn geta talið sig umkomna að fella slíka dóma" 

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2017 kl. 05:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband