Góða fólkið, Sigmundur Davíð og skatturinn

Aflandseignir gefa góða fólkinu tilefni til ,,réttlátrar reiði" eins og fulltrúi þess, Þórður Snær Júlíusson orðar það. Þórður Snær gefur sér að aflandseignir séu skattaundanskot og sendir Sigmundi Davíð pillu.

En Sigmundur Davíð og eiginkona hans, Anna Sigurlaug, hafa greitt um 300 milljónir króna í skatta frá 2007. Ef það eru skattaundanskot að borga 300 milljónir í samneysluna þá er hvítt orðið svart.

Góða fólkið er svo upptekið af ,,réttlátri reiði" að það hirðir ekki um sannleikann. Reiðin, hvort heldur réttlát eða ekki, brenglar dómgreindina. Enda dómgreindin ekki sterkasta hlið góða fólksins.


mbl.is Allt að 810 milljarðar á aflandssvæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svo upplýsir gæinn óafvitandi kenndina sem blundar í sálartetrinu hans sem efnislega er; "þetta er ekki sagt vegna öfundar"!  Til hvers er þá Þórður Snær Júlíusson að skrifa þessa lygi?  

Helga Kristjánsdóttir, 7.1.2017 kl. 17:46

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er ekkert sem hefur komið fram um að þau hjón hafi svikið undan skatti. En mér skilst að skattayfirvöld séu að rannsaka einhverja tugi tilvika þar sem upplýsingar úr panama skjölum og uppgefnar tekjur fara ekki saman. Við verðum bara að bíða og sjá til hvað kemur út úr því. Á meðan bera fæst orð minnsta ábyrgð.

Jósef Smári Ásmundsson, 7.1.2017 kl. 18:31

3 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll! Það er enginn að neita því að Sigmundur og kona hans hafi greitt einhverja skatta á Íslandi af aflandseignum.Spurningin er aðeins sú hvort þau hafi greitt skatt  af öllum eignum sínum í skattaskjólum.Það fást engar upplýsingar frá Tortola um eignir Íslendinga eða annarra þar.Þess vegna veit enginn hvort SDG og frú hafi greitt fulla skatta af þessum eignum.Eina leiðin til þess að koma málinu á hreint er að birta opinberlega allar skattaakýrslur fyrir það tímabil sem málið tekur til.Sagt er að arfur konu SDG hafi verið 4- 5 milljarðar og trúlega hefur hann allur verið á Tortóla.-Þau áttu aldrei að fara með fjármuni í skattaskjól.

MBK Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 7.1.2017 kl. 18:39

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það fylgja engir útreikningar um þessar 300 milljóna skattgreiðslur nem heimgert skjal Sigmundar Dávíðs em er náttúrlega alveg út í bláin og getur hver sem er gert svona til að skýra mál sitt í flóknum skattaflækjum. Svona málflutningur er hálfgert prump að mínu mati og ekki til að auka trúverðuleika málsins.

Vonandi sér Alþingi Íslendinga sóma sinn í því að koma þessum Tortóla og Panamaskjölum á hreint svo einhver botn fáist í þau. Svo þjóðin þurfi ekki sí og æ að vera með kústa niður við Alþingi.

Af hverju gat Sigmundur Dávíð ekki bara staði þetta af sér eins og Bjarni Ben sem nú glansar og er að mynda stjórn á meðan Dávíð er í hálfgerðum skammarkrók fyrir litlar sakir að mati sumra?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 7.1.2017 kl. 18:55

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er rétt Jósef og ég heyrði í fréttum rúv, áðan að fjármálaráðherra hefði birt skírslu um mat á umfangi fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu á aflandssvæðum,sem starfshópur vann að hans frumkvæði. Deilt var á hann fyrir að birta þær ekki fyrr en í gær,því eins og venjulega tortryggir hún allt sem póitískir andstæðingar gera.Bjarni lét ekki rugla sig í ríminu og sennilega hefur þú trúlega hlustað á það einnig..

Helga Kristjánsdóttir, 7.1.2017 kl. 19:47

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vandamálið er að SDG á ekki peningana, heldur kona hans.  Hennar arfur og hennar séreign, og það er hún sem greiðir skattana.  Það er nú bara karlremba af gömlu sortinni að ætlast til þess að eiginmaður sé skrifaður fyrir öllu því sem eiginkonu hans tilheyrir.

Kolbrún Hilmars, 7.1.2017 kl. 19:48

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nei Helga. Reyndar er ég ekkert að fylgjast með RÚV. Þessi frétt sem ég styðst við er nokkuð gömul og ég held hún hafi verið í mogganum.Út úr þessari rannsókn er nú komin ákæra gegn útgerðarfyrirtæki í hafnarfirði og fleira á eflaust koma í kjölfarið. En málið með Sigmund og reyndar líka Bjarna Ben og fleiri snýst ekki um skattsvik heldur trúnaðarbrest gagnvart þjóðinni. Kolbrún segir að þessir peningar séu ekki Sigmundar heldur konu hans en einhvers staðar sá ég nú að þagar þetta félag var stofnað þá hafi komið bæði arfur hennar og eins hagnaður Sigmundar vegna sölu á fjölskyldufyrirtæki föður hans. Þá voru þau bæði eigendur og prókúruhafar þangað til Sigmundur seldi síðan konu sinni sinn eignarhluta fyrir 1. krónu, ef ég man þá tölu rétt.

Jósef Smári Ásmundsson, 7.1.2017 kl. 20:06

8 Smámynd: Elle_

Ef það var ekki framinn glæpur er tómt mál að tala um trúnaðarbrest.  Það geta allir kallað allt trúnaðarbrest ef þeir vilja.  Það verður að vera þeirra eigin vandamál. 

Elle_, 7.1.2017 kl. 20:59

9 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Kolbrún hefur það nokkursstaðar komið fram að Dávíð og kona hans hafi gert kaupmála.

Þetta eru alveg magnað hvernig stuðnigsfólk Tórtólafólksins kemur með skýringar. Það væri nú auðvelt að kaupa auglýsingu í Fréttablaðinu svona eins og Toyota er með af bílum og birta kaupmálann svo þetta liggi alveg fyrir og þurfi ekki að vera véfengja gögn sen aldrei hafa verið birt.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 7.1.2017 kl. 21:56

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Maðurinn sagði ósatt ELLE. Það telst glæpur að mínu mati. Fólk getur kallað það eitthvað annað, ef það vill. Það verður að vera þeirra eigið vandamál.

Jósef Smári Ásmundsson, 7.1.2017 kl. 21:58

11 Smámynd: Elle_

JÓSEF, hví verðurðu endilega alltaft að skrifa Elle með 4 hástöfum frekar en önnur nöfn?

Elle_, 7.1.2017 kl. 22:00

12 Smámynd: Elle_

Hann braut engin lög eða framdi neinn glæp að neinn viti.  Og á meðan kallast hann saklaus maður. 

Elle_, 7.1.2017 kl. 22:02

13 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ó, fyrirgefðu þetta glæpsamlega athæfi mitt Elleembarassed. Ég vissi bara ekki að þetta væri nafnið þitt. Hélt að þetta væri dulnefni eins og margir eru að nota hér. Og einhvern veginn hef ég orðið fastur í því að þetta væru fjórir upphafsstafir.

Jósef Smári Ásmundsson, 7.1.2017 kl. 22:28

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þannig er það túlkað af óvinum hans að hann segði ósatt. Forsætisráðherra er í viðtali um allt annað en eignir konu hans. --Hvað er svona magnað Þorsteinn? Og hver er Dávíð? 

Hvernig nákvæmlega hljómar lyginn.sem mat þitt Jósef gerir að glæp?

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2017 kl. 02:19

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

KVK: Lygin á það að vera í spurningu til Jósefs Smára!

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2017 kl. 02:30

16 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nefni tvö dæmi, Helga, úr viðtalinu við sænska sjónvarpið: Átt þú og fjölskylda þín eignir í aflandsfélagi? Nei, svarar Sigmundur. Og síðan tekur við eitthvað samhengislegt rugl þar sem hann þykjist ekki vita neitt um þetta umrædda félag ( Wintris).Seinna segir fréttamaður: Þú seldir Önnu þinn eignarhlut fyrir 1. krónu. Aftur segir Sigmundur NEI en er síðan sýnt skjal sem sannar það. Og eins og þú veist eiga þingmenn að upplýsa um fjármál sín þegar þeir taka við þingmennsku. Þarftu fleiri vitnanna við?

Jósef Smári Ásmundsson, 8.1.2017 kl. 09:53

17 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þarf nú að segja eitthvað um "Þannig er það túlkað af óvinum hans að hann segði ósatt." Ég er enginn óvinur Sigmundae Davíðs. Og lýgin er ekkert túlkunaratriði. Ef ummæli eru í ósamræmi við sannleikann eru þau ummæli eifaldlega lýgi. Svo einfalt er það.

Jósef Smári Ásmundsson, 8.1.2017 kl. 11:18

18 Smámynd: Elle_

Hann var ekki að fela neitt Jósef.  Hann faldi ekkert frá yfirvöldum að við vitum um. 

Elle_, 8.1.2017 kl. 12:03

19 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Jú, það gerði hann Elle.

Jósef Smári Ásmundsson, 8.1.2017 kl. 12:11

20 Smámynd: Elle_

Nei hann gerði það ekki að við vitum.  Það kom aldrei fram frá skattinum og hann var ekki saksóttur.  Þú skalt sýna fram á að hann hafi falið eignir frá yfirvöldum ef þú ætlar að halda þessu fram og það opinberlega. 

Elle_, 8.1.2017 kl. 12:19

21 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Í dæmum þínum tveim eða minnsta kosti öðru treysti ég á minnið. Sigmundur sem er í haldi ofstopa manns í álíka yfirheyrslu og kölluð hefur verið þriðju gráðu yfirheyrsla.Fantarnir beita ljósinu að vitum hans og taka síðan til að skarka stólum og öðru lauslegu með þeim tilgangi að trufla athygli hans. Því ekki var ætlun þeirra að koma heiðarlega fram varðandi efnið.

Spurningar fantana kemur honum auðvitað í opna skjöldi,venjulegir fréttamenn haga sér ekki þannig.-----

Átt þú og fjölskylda þín eignir í aflandsfélagi?

Topp fjölmiðlar eins og Guardian (þarna reynir á minnið um heiti miðilsins) kunna að lesa úr þessu nei-i sem óvinir hans túlka sem afdráttarlaust svar. Það er bara ekki merkilegra en tja og síðan þetta sem þú kallar samhengislaust rugl- Fórnarlambið þarf allt í einu að fara að átta sig á ruglinu í fréttaföntunum. Trúgjarni Jósef,kynntu þér betur sögu þessa Wintris sem er alfarið verk starfsmanna á vegum L.Í.sem gengu frá því að þeim forspurðum eins og sameign,sem ekki var þeirra ætlun. Þess vegna var þessi smámynt notuð til leiðréttingar. Eignarhluti þeirra var ekki meiri en 4% og Fonseca 96%, leðréttist ef það er rangt. 

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2017 kl. 13:39

22 Smámynd: Elle_

Viti Jósef og Þorsteinn svona mikið sem yfirvöld vita ekki, ættu þeir að kæra og fara fram á að maðurinn verði sakfelldur, en ekki bara halda þessu fram í Moggabloggi eins og alltof margir gera.

Elle_, 8.1.2017 kl. 15:59

23 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Elle. Þegar menn stofna aflandsfélag til að geyma fjármuni þá geta skattayfirvöld ekki skoðað þær eignir. Það hefur löngu komið fram að þar eru ekki gefnar neinar upplýsingar um inneignir. Er þetta ekki nokkuð ljóst? Helga. Það er alltaf verið að hamra á þessu að hann hafi ekki verið undirbúinn en á ekki að gera þá kröfu á ráðamenn að þeir geti sagt satt í viðtali. Til hvers eiga þeir að þurfa að undirbúa sig fyrir viðtöl og fá að gaumgæfa fyrirfram þær spurningar sem gefnar hafa verið upp? Til þess að geta búið til lygavef og bjarga sér fyrir horn? Er nokkuð auðveldara en að segja bara satt?. Og jú. Hann svaraði spurningunni með Nei en ekki tja. Ég er ekki trúgjarn Helga og þessi skýring Sigmundarað þessi smámynt hafi verið notuð til leiðréttingar er eftiráskýring hans og þessvegna ekki mjög sannfærandi. Ef hann hefði komið með hana strax í viðtalinu væri það allt annað mál. Ég bara trúi honum ekki.

Jósef Smári Ásmundsson, 8.1.2017 kl. 16:01

24 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Elle. Skilurðu virkilega ekki það sem ég er að segja? Þessi aflandsfélög gefa ekki skattayfirvöldum neinar upplýsingar. Skattayfirvöld geta sótt allar upplýsingar um bankainnistæður mínar og þínar en ekki þeirra sem geyma peninga á aflandsreikningum og borið þær saman við uppgefnar tekjur. Að sjálfsögðu vitum við Þorsteinn ekkert meira um þetta en yfirvöld en eins og áður hefur komið fram eru skattayfirvöld að fara yfir upplýsingar úr panama skjölum og öðrum upplýsingu sem yfirvöld keyptu á sínum tíma og bera þær upplýsingar saman við skattaskýrslur.Ég er ekki að halda neinu fram um sekt eða sýknu hjá þessum mönnum. Það er yfirvalda. Ég er einungis að benda á staðreyndir.

Jósef Smári Ásmundsson, 8.1.2017 kl. 16:38

25 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ýkjurnar í þér er aðeins búin að lesa fyrstu málsgreinar í fyrri pistli þínu,(lenti í stumri yfir veikum syni mínum í nótt.er drullu syfjuð) Krafan er réttmæt að ráðherrar eiga að geta svarað.Ég man vel eftir gömlum yfirheyrslum í Rúv, þar sem ráðherrar vildu fá að ráða/vita um hvað væri spurt, algjör ohæfa. það er langur vegur frá því aÐ fréttamenn megi haga sér sem ótýndir mafíuliðar.Ég hefði gaman af að vita hvar í heiminum svona framkoma væri liðin.ZZZZZZZ góða nótt. 

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2017 kl. 22:44

26 Smámynd: Elle_

Já Helga, ég kæri mig ekki um að lesa allar skoðanir hans á hvað Sigmundur gerði og gerði ekki.  Það segir ekkert um hvað Sigmundur gerði, bara hans perónulegu túlkanir og hann hættir ekki.

Elle_, 9.1.2017 kl. 12:30

27 Smámynd: rhansen

AF hverju i veröldinni eru menn enn að ræða Tortóla felag SDG og konu hans ...Peningarnir eru i fyrstalagi Hennar peningar ,,Voru lagðir i upphafi inni banka i litlum bæ á Englandi utan við London eru þar enn og hafa ALDREI farið einn dag þaðan Eg veit ekki til að England se Tortólaeyja ??.Og ALDREI verið um stofnun á neinu Aflandsfelagi að ræða ,ALDREI !..HVAÐ á að tyggja þessa tuggu leNGI i ..næsta ár lika ? Anna Sigurlaug hefur greitt alla sina skatta og skyldur fra fyrsta degi OG GERT GREIN FYRIR ÖLLU SINU MÆALI  og FELAGIÐ WINTRIS sem fólk er svona upptekið af  er nafnið yfir REININGIN Á ARFINUM HENNAR I BANKANUM I ENGLANDI   ,,,Dettið ekki dauð niður !!

rhansen, 9.1.2017 kl. 16:45

28 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Arfur Önnu var 1200 milljónir

Fjármununum var skipt 50/50 á reikninga og í hlutabréf bankanna (sem töpuðust 72%).

Óskar Guðmundsson, 9.1.2017 kl. 17:54

29 Smámynd: rhansen

 óskar Guðmundsson eitthvað undarleg skyring ..eða ?

rhansen, 9.1.2017 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband