Brexit og Áfram-hópurinn

Bretar sögðu já við Brexit og húðfletta ,,sérfræðingana" sem vöruðu við hræðilegum afleiðingum þess að Bretland segði sig úr Evrópusambandinu. Bæði dálkahöfundar Telegraph, sem var fylgjandi Brexit, og Guardian, sem var á móti, taka hart á þessu fólki sem þóttist vita en vissi ekkert.

Hér heima var starfandi hópur fólks sem kallaði sig Áfram. Þetta fólk vildi að Ísland tæki á sig óreiðuslóða einkabanka, Icesave, og skuldsetti óbornar kynslóðir.

Áfram-hópurinn stofnaði stjórnmálaflokkinn Viðreisn sem núna er um það bil að fá sæti í ríkisstjórn. Ólíkt hafast eyþjóðirnar að, Bretar og Íslendingar.


mbl.is Hafði rangt fyrir sér um áhrif Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem er athyglisvert við "Áfram-hópinn" er að meðal þeirra sem fóru þar fremstir í flokki voru sprenglærðir lögfræðingar, jafnvel svokallaðir "sérfræðingar" á sviði Evrópuréttar. Það sem þeir fóru allir á mis við, eða létu a.m.k. eins og þeim væri ekki kunnugt um, er að EES-tilskipunin um innstæðutryggingar leggur blátt bann við innstæðutryggingu í formi ríkisábyrgðar. Af því leiðir að hefði sú ríkisábyrgð verið samþykkt, þá fyrst hefði Íslands orðið brotlegt við EES-samninginn, sem hefði getað bakað ríkinu stórfellda skaðabótaskyldu. Við því varaði enginn þessarra svokölluðu "sérfræðinga". Jafnvel þeir sem fluttu málið fyrir hönd Íslands fyrir EFTA-dómstólnum virðast ekki hafa lagt á þetta mikla áherslu, heldur einblínt á að verja það að Ísland skyldi hafna ríkisábyrgð, þegar það hefðu í raun átt að vera Bretar, Hollendingar, og Evrópusambandið allt, sem hefðu átt að þurfa að verja hinar ólögmætu kröfur sínar og tilraunir til þess að þvinga Ísland til að brjóta gegn þeirra eigin reglum. Ég er ekki að segja að það eigi að "húðfletta" þess aðila, en þau væru þó manneskjur að meiru ef þau myndu stíga fram og viðurkenna villu vegar síns.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.1.2017 kl. 13:58

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Gerist hinn ístöðulausi  Bjarni, skástífa við Bensa og reddi honum ráðherra stól svo hann geti gert sig í alvöru gildandi, þá verður það glæsileg viðbót á afreka skrá hans.

Hrólfur Þ Hraundal, 8.1.2017 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband