Miðvikudagur, 4. janúar 2017
Birgitta sniffaði af röngu efni
Birgitta Jónsdóttir pírati er alltaf með svar á reiðum höndum þegar eitthvað gerist í þjóðfélaginu: stofnanir brugðust. Ástæðan er einföld.
Í stofnunum samfélagsins starfa sérfræðingar, fólk með háskólapróf. Birgitta veit að í röðum pírata er nær enginn með æðri prófgráðu. Nokkrir eru með upplognar prófgráður en þær telja ekki. Birgitta móðgar engan pírata þegar hún kennir stofnunum samfélagsins um þegar eitthvað bjátar á.
En í þetta sinn sniffaði Birgitta af röngu efni. Kísilryk er ekki eiturefni.
Birgitta segir eftirlitsstofnanir bregðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veistu það Páll, þetta var lélegt hjá þér.
Líkt og þú beri enga virðingu fyrir sjálfum þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.1.2017 kl. 16:42
Asbest er form af kísli, það er stórhættulegt efni og er notkun þess nú bönnuð.
Hörður Þormar, 4.1.2017 kl. 17:22
Asbest og kísilryk eiga fátt sameiginlegt, jafnvel þó grunnefni asbests sé kísill.
Asbest er vissulega bannað hér á landi eins og flestum löndum heims. Það er þó einungis hættulegt við ein ákveðin skilyrði, þ.e. við brennslu. Þá losna ákveðin eiturefni sem eru bráð hættuleg. Þau eiturefni verða til við framleiðslu á asbests, eru ekki tilkomin úr grunnefni þess. Kísilryk er hins vegar alveg dautt á allan hátt, jafnvel hættuminna en vegaryk.
Eins og áður sagði, þá er asbest hættulaust að öllu leyti nema við brennslu. Jafnvel ryk frá asbesti, þegar það er t.d. sagað er ekki hættumeira en svo að magnið sem þarf að anda að sér til að ná hættumörkum er svo mikið að nánast væri sama hvaða annað ryk væri innbyrt í slíku mæli, það myndi drepa viðkomandi.
Það væri skemmtilegra, Hörður Þormar, að hafa einhverja örlitla innsýn inn í þau málefni sem rætt er um, áður en athugasemdir eru gerðar!
Gunnar Heiðarsson, 4.1.2017 kl. 20:27
Páll. Ekki reikna ég með að þú vitir allt, frekar en ég, né allir aðrir.
En afskaplega finnst mér það lúgalegt og fátæklegt af þér og sumum öðrum, að kenna Birgittu Jónsdóttur um það sem er í raun baktjalda-veldisins forarpytts svikaplan!
Skammist ykkar allir, þið karlapennar klíkunnar, sem kennið Birgittu Jónsdóttur um ykkar skipulagða og meðvitaða svikaferlis-plan.
Lægra getur enginn svika-karlmennskunnar penni lagst í sínum pólitísku pennasvikaskriftar-blekkingum, heldur en að kenna varnarlausri einstæðri móður, sem sigraði í síðustu kosningunum, um öll svikabrigslaplönin karlaplönuðu.
Sorglegt að fylgjast með svona hörmulega óverjandi svikavinnubrögðum karlaveldis-fjölmiðlanna.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.1.2017 kl. 00:05
Gunnar Heiðarsson, ekki veit ég hvaðan þú hefur þá "visku" að asbest sé bara hættulegt við brennslu. Aðallkosturinn við það er einmitt sá að það getur ekki brunnið.
Hættan við asbestið er hins vegar sú að það samanstendur af örsmáum kísiltrefjum. Þegar það rykast upp, t.d. þegar verið er að saga það, þá smjúga þær inn í lungnavefinn við innöndun og valda krabbameini. það getur líka verið hættulegt að handfjatla asbestið og fá þessar trefjar inn í húðina.
Ekki veit ég hvers konar kísilryk kemur frá þessari verksmiðju, efast reyndar um að það sé bráðhættulegt þó að einhver gusa af því berist út í loftið.
Það er hins vegar til sjúkdómur sem kallast "steinlunga". Hann er alþekktur hjá verkamönnum sem hafa unnið lengi í steinnámum eða öðrum vinnustöðum þar sem steinryk er í loftinu.
Hörður Þormar, 5.1.2017 kl. 00:26
Mengun hugarfars og verksmiðju, er mengunarskatts-skaðabótar-krefjandi á fjölmargan hátt.
Gleymum ekki heildarsamsetningu mólekúlanna.
Mólekúlanna sem stjórnast af hugarfari, heimsgeislaáhrifum, vatnsáhrifum, og utanaðkomandi góðra vætta umbeðnu verndandi hjálp og lífsins vegaleiðsögn.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.1.2017 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.