Tap Pírata forðaði Íslandi frá lýðskrumi

Píratar eru flokkur lýðskrumara, popúlista. Andóf gegn hefðbundnum stjórnmálaflokka bar flokkinn upp í hæstu hæðir í skoðanakönnunum, 30 prósent og yfir. Þjóðin hafnaði lýðskrumi í haust og skar fylgi Pírata niður í 14,5 prósent.

Mesti lýðskrumaraflokkur Íslandssögunnar, Samfylkingin, fékk makleg málgjöld og var við það að þurrkast úr af þingi.

Lýðskrumið í kringum okkur, austan hafs og vestan, er afleiðing af misheppnuðum samfélagstilraunum vinstrimanna síðustu áratugi með fjölmenningu og úthýsi þjóðlegra gilda.

Íslendingar báru gæfu til að standa í ístaðinu og láta ekki fjölmenningu ræna okkur samfélaginu.


mbl.is Popúlistaflokkar náðu verulegum vinsældum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það fjaraði nú talsvert undan pírötum þegar fór að sjást að þeir eru ekkert svo ólíkir Samfylkingunni að mörgu leiti.

Samfylkingin er líka einn af þessum gömlu sem virkuðu ekki.

Liðið vildi eitthvað *nýtt.*  Það er bara ekki í boði.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.12.2016 kl. 19:38

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Vel sagt Páll:

"Lýðskrumið í kringum okkur, austan hafs og vestan, er afleiðing af misheppnuðum samfélagstilraunum vinstrimanna síðustu áratugi með fjölmenningu og úthýsi þjóðlegra gilda."

Þetta er hugsunarháttur krata og góðafólksins sem gefur skít í land og þjóð.

Halldór Jónsson, 30.12.2016 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband