Ekki-Baugsmiðill í tíu ár

Tilfallandi athugasemdir urðu Ekki-Baugsmiðill með sérstakri færslu 30. desember 2006. Baugur, sem þá var viðskiptaveldi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, lagði undir sig meirihluta íslenskra fjölmiðla og boðaði útrásartrú þar sem postularnir voru íslenskir auðmenn.

Eftir hrun reydust postularnir flestir ótíndir glæpamenn og komust margir undir manna hendur og hlutu dóma. Baugsmiðlarnir, með 365 í fararbroddi, tóku til við að berja á dómskerfinu og finna því allt til foráttu sökum þess að postularnir fengu málagjöld.

Blaðamennska Baugsmiðla smitaði aðra fjölmiðla, engan þó eins mikið og RÚV, er hefur þá köllun að gera trúarsetningu úr Gróu á Efstaleiti og það sem henni er hugstæðast hverju sinni.

En Baugur er gjaldþrota líkt og mörg önnur hlutafélög postulanna. Nú hillir undir eigendaskipti á 365-miðlum þar sem Jón Ásgeir þynnir út sinn eignarhlut og kannski að hann selji allt klabbið.

Af því tilefni er tímabært að taka út auðkennið ,,Ekki-Baugsmiðill" á forsíðuhaus Tilfallandi athugasemda. Tíu ár slaga upp í að vera 20 prósent af ævilengd höfundar. Merkilegur andskoti hve lítið hefur breyst.


mbl.is Greiða 2.200 milljónir fyrir ljós- og fjar­skipta­hluta 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Kannski hillir undir það að 365 geti orðið heilbrigt fjölmiðlafyrirtæki við skulum í það minnsta vona það og einnig að stjórnvöld hafi dug til þess að taka RUV til gagngerrar endurskoðunar og breyta því í átt að heilbrigðri samkeppni með því að gefa okkur þegnum þessa lands val um það hvort við viljum kaupa dagskrá þess eða ekki.

Hrossabrestur, 23.12.2016 kl. 16:39

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk fyrir að hafa staðið vaktina einarðlega þessi 10 ár, Páll.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.12.2016 kl. 16:50

3 Smámynd: Hrossabrestur

Já og tek undir með Jóhannesi Laxdal Baldvinssyni, það er þakkarvert að veita ófrjálsum og vilhöllum fjölmiðlum viðspyrnu eins og síðuhafi hér hefur sannanlega gert undanfarinn áratug.

Hrossabrestur, 23.12.2016 kl. 17:06

4 Smámynd: Jón Bjarni

Ertu þá LÍÚ miðill?

Jón Bjarni, 23.12.2016 kl. 22:14

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Tilveran væri snauðari án Tilfallandi athugasemda.

Wilhelm Emilsson, 24.12.2016 kl. 01:04

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Alltaf er einhverslags upphaf að taka enda kallað breyting.- Eitt er þó stöðugt boðskapur dagsins sem við höldum nú hátíðlegan. Með honum óska ég síðuhafa og öllum hér gleðilegra jóla.

Helga Kristjánsdóttir, 24.12.2016 kl. 06:32

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ertu ekki SFS (gamla LÍÚ) miðill í dag. Það eina sem þú skrifar er rugl og vitleysa sem kemur frá þeim samtökum, ásamt þeirri dellu sem veltur uppúr framsóknarmönnum og sjálfstæðismönnum daginn út og inn.

Jón Ásgeir var ennfremur að selja allt heila draslið til Vodafone. Enda hefur það verið þróun á markaðnum undanfarin ár á Íslandi að fjarskiptafyrirtækin eru að kaupa stöðugt stærri hlut í sjónvarpsstöðvum og slíku til þess að stækka markaðshlutdeild sína í samræmi við breyttan veruleika.

Jón Frímann Jónsson, 26.12.2016 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband